kort með línum
Hættumatslínur á Tálknafirði 2007.

Ofanflóðahættumat

aðferðafræði og reglugerðarrammi

Veðurstofa Íslands 1.11.2006

Ofanflóðahættumat er unnið skv. reglugerð nr. 505 sem Umhverfisráðuneytið gaf út í júlí árið 2000 og er byggt á lögum nr. 49 frá 1997 um snjóflóð og skriðuföll. Helstu atriði reglugerðarinnar eru eftirfarandi:

Hættumat á Íslandi miðast við einstaklingsbundna áhættu. Hún er skilgreind sem árlegar líkur á því að einstaklingur sem býr á ákveðnum stað farist í snjóflóði. Flokkun hættusvæða byggist á staðaráhættu en hún er skilgreind sem árlegar líkur einstaklings, sem dvelur allan sólarhringinn í húsi sem ekki er sérstaklega styrkt, á að farast í snjóflóði.

Mat á raunáhættu fæst með því að taka tillit til líkinda á því að einstaklingur sé í húsi þegar snjóflóð fellur og til þess hve sterkt húsið er. Ekki er tekið tillit til rýminga eða annarra tímabundinna varúðarráðstafana við gerð hættumats. Yfirvöld hafa ákveðið að áhættan 0,2·10¯4 á ári eða minni sé ásættanleg eða viðunandi við gerð hættumats.

Staðaráhætta sem svarar til þessa gildis getur verið mismunandi vegna mismunandi gerðar og styrks bygginga og mismunandi dvalartíma fólks í þeim.

Að öðru jöfnu er reiknað með að fólk dvelji 75% af tíma sínum á heimilum og 40% í atvinnuhúsnæði. Samkvæmt reglugerð um hættumat nr. 505/2000 skal afmarka þrenns konar hættusvæði og er þeim lýst í máli og töflum í V. kafla reglugerðarinnar.Til baka


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica