Stoðvirki í Innra-Tröllagili. Smellið á mynd.
1 2

Upptakastoðvirki í Neskaupstað

Mikill snjór í lok janúar 2013

Tómas Jóhannesson 4.2.2013

Í Innra- og Ytra-Tröllagili í fjallshlíðinni ofan Neskaupstaðar hafa verið reist stoðvirki til þess að binda snjóþekjuna og koma í veg fyrir að snjóflóð fari af stað ofan byggðarinnar.

Stoðvirkin, sem eru stálgrindur, samtals um 1900 m að lengd og 3,5 - 4,5 m að hæð þvert á fjallshlíðina, voru reist 2011 og 2012 og kostuðu nokkuð á annan milljarð króna.

Í snjókomunni helgina 27. - 28. janúar 2013 hlóðst mikill snjór í fjöll á Austurlandi og sýna meðfylgjandi myndir að stoðvirkin voru við það að fara á kaf þar sem snjódýptin var mest. Víðast standa þau þó vel upp úr snjó og styðja vel við snjóþekjuna.

Stoðvirki eru mest notaða snjóflóðavörn í heiminum og verja víða byggð í Alpalöndum. Hér á landi hafa verið reist stoðvirki til þess að verja byggð á Siglufirði og í Ólafsvík auk Neskaupstaðar. Áformað er að reisa umfangsmikil stoðvirki víðar á landinu á næstu árum.

Lesa má um stoðvirki ofan Ólafsvíkur í eldri frétt og störf snjóathugunarmanna í sérstakri grein.


Til baka


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica