Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í janúar 2008.

Opinn fræðslufundur um snjóflóðamál á Patreksfirði

Árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar

Eiríkur Gíslason 9.10.2012

Veðurstofa Íslands býður til opins fræðslufundar um snjóflóðamál haustið 2012.

Fundurinn verður haldinn í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði fimmtudaginn 11. október kl. 17:30.

Harpa Grímsdóttir mun segja frá verkefnum Veðurstofunnar og Snjóflóðaseturs og Tómas Jóhannesson mun fjalla um varnarvirki og snjódýptarmælingar á upptakasvæðum. Í lokin er gert ráð fyrir spurningum og umræðum. Áætlað er að dagskráin taki um klukkutíma og eru allir velkomnir.

Þessi dagskrá er hluti árlegs samráðsfundar snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar á Veðurstofunni sem að þessu sinni fer fram á Patreksfirði dagana 10.–12. október.

Á vegum Veðurstofunnar og sveitarfélaga eru starfandi tuttugu snjóathugunarmenn víða um land og við upphaf snjóflóðavaktar, ár hvert, hittast þeir ásamt öðru ofanflóðastarfsfólki Veðurstofunnar og ræða um mál sem tengjast vöktun á snjóflóðum og skriðuföllum. Þar fá athugunarmenn einnig þjálfun og fræðslu.

Lesa má um fundinn frá í fyrra og ýmsar aðrar fréttir og greinar um snjóflóðamál hér á vefnum.

Til baka


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica