Greinar

© Sveinn Brynjólfsson
Að kvöldi 21. júlí 2014 féll stórt berghlaup úr Suðurbotnum í Öskju niður í Öskjuvatn. Hlaupið, sem er eitt stærsta berghlaup á sögulegum tíma á Íslandi, huldi að mestu Suðurbotnahraun og lagðist upp að Kvíslahrauni. Hlaupið kom af stað flóðbylgju í vatninu sem skolaðist upp á bakkana í kringum vatnið og náði allt að 20-30 m hæð yfir vatnsborðinu. Bylgjan gekk lengst um 400 m inn á flatlendið SA við Víti.

Nýjar fróðleiksgreinar

Frumniðurstöður rannsókna á berghlaupi í Öskju 21. júlí 2014

Að kvöldi 21. júlí 2014 féll stórt berghlaup úr Suðurbotnum í Öskju niður í Öskjuvatn. Hlaupið er eitt stærsta berghlaup á sögulegum tíma á Íslandi. Hér má finna fyrstu niðurstöður ásamt fjölda mynda, korta og línurita með skýringartextum varðandi þennan atburð.

Lesa meira

Um skriðuföll

Mikill snjór var til fjalla í vetur víða á landinu. Snjó hefur leyst jafnt og þétt síðasta mánuðinn án mikilla vatnsflóða. Við þessar aðstæður má búast við stöku aurskriðum en erfitt getur verið að spá fyrir um hvar þær falla. Ferðafólk ætti að huga vel að aðstæðum þar sem það fer um, reikna með mögulegum vatnavöxtum í ám og lækjum og fara varlega í kringum vatnsósa hlíðar.

Lesa meira

Snjóflóð úr Rangala í Lónafirði

Snjóflóð úr Rangala í Lónafirði náðist á mynd vorið 2013.

Lesa meira

Skriðuföll í Kaldakinn

Um mánaðamótin maí - júní 2013 féllu fjórar stórar jarðvegsskriður og fleiri smærri í Kaldakinn að austanverðu. Þetta er við svokallaðan norðausturveg milli Akureyrar og Húsavíkur. Ekki eru til sögulegar heimildir um skriðuföll á þessum stað í Kinninni en vitað er að stórar skriður hafa fallið annarsstaðar í dalnum.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica