2009

Haf- og borgarístilkynningar 2009

Hér eru í tímaröð tilkynningar frá skipum um borgarísjaka ásamt upplýsingum um hafís frá Veðurstofu Íslands og úr ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar. Nýjustu tilkynningarnar eru efst.

Tilkynningar í tímaröð

18-12-2009 kl. 13:50 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Ísspöng er um 50 sml norðvestur af Barða (sjá tilkynningarnar 2 hér að neðan) og rekur hana í suðurátt.

 

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu, en þar er gert ráð fyrir norðanátt um helgina og því má ætla að spöngin hreyfist áfram í suðurátt.  Eftir helgi er gert ráð fyrir norðnorðaustanátt á svæðinu. 

 

18-12-2009 kl. 11:15 - Tilkynning frá skipi

Skip statt á 66°48,5N og 24°39,4V tilkynnti um þykka ísspöng sem sést vel í radar.  Ísröndin var 5,8 sml norðvestur af skipinu og var suðvesturendi ísspangarinnar á 66°50N og 24°54V og norðausturendi hennar nálægt 66°57N og 24°35V.  Ísinn rekur í suður. 

 

18-12-2009 kl.03:22 - Tilkynning frá skipi

Skip statt á 66°54,5N og 24°32,2V, sá ísspöng á stað 66°58,2N og 24°38,6V sem lá í norðaustur og í vestur frá staðnum.  Ísspöngina rak í suðurátt 0,5 sml/klst.  Ísspöngin virtist nokkuð þétt að sjá í radar.

 

23-11-2009 kl. 13:00 - Upplýsingar frá Veðurstofu Íslands

Á gervihnattamyndinni hér að neðan sem tekin var  í gær, 22. nóvember 2009 kl. 13:10 sést hafísröndin vel.  Samkvæmt myndinni þá lítur út fyrir að þykkur ís sé um 100 sml vestnorðvestur (VNV) af Straumnesi.  Stakir jakar geta verið nær landi. 

Næstu daga verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi.

 

modis_20091122

 

02-11-2009 kl. 13:35 - Upplýsingar frá eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug út af Vestfjörðum og Norðurlandi mánudaginn 2. nóv. Engan megin ísjaðar var að sjá í nágrenni lögsögumarkanna, né innan íslensku lögsögunnar. Nokkuð virtist um staka jaka nærri strönd Grænlands og borgarísjakar við og innan íslensku lögsögumörkin á eftirtöldum stöðum: 

  1. 66.58N-28.40W - 129 sml. VNV af Barða (merktur T0142 á mynd hér undir)
  2. 66.48N-27.01W - 89 sml. NV af Barða (merktur T0140)
  3. 67.30N-27.00W - 115 sml. NV af Barða (merktur T0146)
  4. 67.38N-25.44W - 95 sml. NV af Straumnesi (merktur T0147)

iskort_20091102

Talsvert var um skörp hitaskil í sjónum út af Vestfjörðum, þ.e. kaldar tungur sem teygðu sig inn á hlýrri sjó. Skýrsla Landhelgisgæslunnar inniheldur myndir af tveimur ísjökum, auk mynda af hitaskilum í sjó. Skýrsluna má sjá hér.

06-10-2009 kl. 22:00 - Upplýsingar frá ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug 6. okt. Um kl. 22:00 sáust a.m.k. 14 borgarísjakar út af Vestfjörðum. Borgarísjaki sást næst landi 77 sml vestnorðvestur af Bjargi. Ísjakarnir eru flestir nærri miðlínu (sjá kortið hér að neðan). Líklegt er að minni jakar séu á svæðinu og jafnvel nær landi sem geta verið varasamir skipum. Rétt er að minna á að vart hefur orðið við ísjaka í Húnaflóa.

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu þar sem borgarísjakarnir eru hættulegir skipum og sumir jakarnir geta sést illa í radar. Einnig er minnt á að borgarís er nokkuð algengur á þessum tíma árs í nánd við landið.

Hér fyrir neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu ísjakanna sem LHG varð vart við, einnig eru sýndar þrjár infrarauðar (IR) myndir sem sýna vel lögun jakanna. Nákvæm staðsetning jakanna er:

1.    65.48N-27.14W                10.  67.11N-29.08W        

2.       66.04N-27.43W                11.  67.30N-25.16W

3.       66.14N-27.44W                12.  67.37N-25.43W

4.       66.14N-28.27W                13.  67.44N-26.03W

5.       65.57N-29.35W                14.  68.06N-24.58W

6.       66.38N-27.26W

7.       66.55N-27.16W

8.       67.04N-26.54W

9.       67.05N-27.53W

kort_20091006_2

jaki1_20091006_1

jaki2_20091006_1

jaki3_20091006_1

05-10-2009 kl. 13:00 - Tilkynningar frá skipum um borgarísjaka

Tilkynningar bárust frá skipum og ein frá landi í gær 4. október um að borgarísjakar hefðu sést í mynni Önundarfjarðar og norður af Húnaflóa:

1. 66°05,93'N og 023°47,40'V - 4. október kl. 05:45 - Ísjaki sem sést vel í radar.  Hann er hættulegur bátum.

2. Tilkynning barast frá landi - 4. október kl. 08:10, um að borgarísjaki sæist nálægt Sæbóli við Önundarfjörð.

3. 66°04,8'N og 023°46,5V - 4. október kl. 10:32 - Ísjaki sem stendur um 3 metra uppúr.  Hann sést vel í radar.  Eitthvað íshrafl er í grennd við jakann og annar ísjaki er innar í firðinum nær landi.

4. 66°47N og 021°14V - 4. október kl. 14:30 - Stór ísjaki sem sést vel í radar.  Um 5 til 6 minni ísjakar eru í kringum hann í 5-6 sml radíus.  Þeir ísjakar sjást ekki vel í radar.

Sjófarendur eru hvattir til að fara með gát um svæðin, við Vestfirði og Húnaflóa.  Borgarís er nokkuð algengur á þessum tíma árs í nánd við landið. 

28-09-2009 kl. 12:50 - Tilkynning frá skipi

Borgarísjaki  sást á 66°57'N og 023°49'V.

22-08-2009 kl. 15:15 - Tilkynning frá Litlu Ávík um borgarísjaka og hafís

Ísdreifar eru NV og A af Selskeri.  Einnig eru litlir borgarísjakar NV af Selskeri.  Hættulegt er fyrir skip að vera á þessum slóðum og sjófarendur er því beðnir um að fara að öllu með gát.

18-08-2009 kl. 12:42 - Tilkynning frá skipi um borgarísjaka

Borgarísjaka er að finna skammt frá Hornströndum. Tilkynning barst um borgarísjaka á:

66°28,81'N og 21°23,86'V.

Ísdreifar er að finna uþb. 2 sml VNV af borgarísjakanum.

Sjófarendur eru hvattir til að fara með gát á svæðinu.

13-08-2009 kl. 12:00 - Tilkynning frá skipi um borgarísjaka

Tilkynning barst um stóran borgarís á:

67°10,6'N og 21°50,2'V - 13. ágúst kl. 12:00. Borgarísinn sést vel í radar.

12-08-2009 kl. 23:30 - Tilkynning frá skipi um borgarísjaka

Borgarísjaka er að finna skammt frá Horni. Tilkynning barst um borgarísjaka á eftirtöldum stöðum:

1. 66°29,3'N og 22°11,08'V - 12. ágúst kl. 23:30, sást á ratsjá innan 5 sjómílna

2. 66°27,9'N og 22°14'V - 12. ágúst kl. 23:30, sást auðveldlega á ratsjá.

Sjófarendur eru hvattir til að fara að með gát á svæðinu, eitthvað kann að vera um minni borgarísjaka sem ekki sjást vel á ratsjá.

07-08-2009 kl. 16:30 - Tilkynning frá skipum um borgarísjaka

Tilkynningar hafa borist frá skipum um að borgarísjakar hefðu sést á eftirtöldum stöðum síðastliðin sólarhring:

1. 66°40,5'N og 22°41,3'V kl. 21:25 6. ágúst.

2. 66°48,0'N og 25°04,5'V kl. 00:51 7. ágúst, sást vel á radar.

3. 66°52,2'N og 22°46,16'V kl. 05:09, 7. ágúst, sást illa á radar.

4. 7. ágúst kl. 14:00. Tveir stórir borgarísjakar (sennilega fleiri) u.þ.b. 2 sjómílur frá Hornvík (nærri Hornbjargi), reka austur.

29-06-2009 kl. 17:00 - Tilkynning frá skipi um borgarísjaka

Tilkynning barst frá skipi um að borgarísjakar hefðu sést á eftirtöldum stöðum í dag:

1. 66°38,3'N og 25°31,6'V kl. 08:26

2. 66°41,7'N og 25°38,5'V kl. 08:26

3. 66°48,0'N og 25°19,0'V kl. 13:55 - 4 jakar

Jakarnir sjást vel í ratsjá. Talsvert var um íshröngl vestur og norðvestur af jökunum.

25-06-2009 - Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í morgun kl. 04:30 sést hafísröndin ágætlega. Hafísröndin er skv. myndinni næst landi um 75 sml norðvestur af Straumnesvita. Fyrir innan hafísröndina er líklega um að ræða dreifðan eða nokkuð dreifðan ís. Næstu daga verður fremur hæg breytileg átt á Grænlandssundi en eftir helgi er útlit fyrir ákveðnari norðaustanátt.

15-06-2009 - Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í gær, 14. júní kl. 12:50 má sjá hvar hafísröndin liggur, skv. myndinni lítur út fyrir að röndin sé næst landi um 55 sml norðvestur af Straumnesvita. Fram yfir helgi verða austlægar áttir að mestu ríkjandi á Grænlandssundi.

Á myndinni fyrir neðan gervihnattamyndina er ljósmynd sem Veðurstofan fékk senda frá farþega í flugi frá Kulusuk 13. júní 2009. Myndin var tekin eftir 30 mín. flug og sjást ísjakarnir vel og einnig hafísröndin.

10-06-2009 - Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í gær sést að hafísröndin er fjærri landi, en þó má sjá tungu á milli 66° og 67°N og 26°til 28°V sem teygir sig í átt að landinu. Samkvæmt gervihnattaupplýsingunum er ísinn næst landi 67 sml vestur af Vestfjörðum. Fram yfir helgi lítur út fyrir fremur hæga breytilega átt á Grænlandssundi, en eftir helgi er útlit fyrir ákveðnari austanátt.

03-06-2009 - Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í gær sést að hafísröndin er fjærri ströndum landsins. Næst landi er hún um 90 sml frá Straumnesvita. Hugsanlega má finna borgarísjaka og ísdreifar austan við línuna sem teiknuð er á kortið.

18-05-2009 - Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í gær, 17. maí, kl. 14:00 sést hafísröndin mjög vel. Hafísinn er næst landi um 60 sml norðvestur af Barða. Austlægar áttir verða ríkjandi á Grænlandssundi næstu daga.

14-05-2009 Staðfesting hafísrandarinnar - upplýsingar frá VÍ

Á gervihnattamynd frá því í gærkvöldi kl. 22:52 sést hafísinn betur heldur en fyrr um daginn. Hafísröndin er skv. þessum upplýsingum næst landi um 61 sml norðnorðvestur af Straumnesvita. Eins og fyrr greinir þá er austlægum áttum spáð á Grænlandssundi fram að þar næstu helgi (þ.e. 22. maí).

14-05-2009 - Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Meðfylgjandi gervihnattamynd, sem er samsett úr tveimur myndum sem teknar voru í gær, 13. maí, gefur hugmynd um legu hafíssins. Þessar upplýsingar gefa heldur betri mynd af stöðunni en sú mynd sem sett var hér á síðuna í gær. Skýjahula kemur þó í veg fyrir að hægt sé að gefa nákvæmar upplýsingar um legu íssins. Fram að næstu helgi, þ.e. til 22. maí, verða austlægar áttir ríkjandi á Grænlandssundi.

14-05-2009 - Fróðleikur

Á vefnum The Cryosphere Today má finna ýmsar upplýsingar um hafís, m.a. um útbreiðslu hans borið saman við meðaltalsgildi frá 1979-2000. Á meðfylgjandi mynd, sem fengin er á þeim vef, sést að hafísinn á norðurhveli jarðar var talsvert undir meðallagi síðastliðið sumar, en hefur verið rétt undir meðallagi nú í vetur.   

 

 

13-05-2009 - Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Á gervihnattamyndunum hér að neðan sést hvernig hafísinn hefur þróast síðan mánudaginn 11. maí. Á myndinni frá því í dag sést að  skýjahulan er mikil og því er erfitt að greina ísröndina.  Hins vegar hefur verið suðaustanátt á Grænlandssundi í vikunni og því eru litlar líkur á að ísinn hafi færst eitthvað nær ströndum landsins en hann var á mánudag og í gær.  Fram yfir helgi er gert ráð fyrir austlægum áttum á Grænlandssundi og litlar líkur á að hafísröndin færist nær Íslandi en nú er, meiri líkur er á að hafísinn þokist í átt að strönd Grænlands. 

Eins og ávallt eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát nærri því svæði  sem hafísinn er því stakar rastir og spangir geta verið utan við línuna sem dregin er á kortin frá 11. og 13. maí.   

 

MYND FRÁ 13. MAÍ KL. 06.09:

 

 

MYND FRÁ 12. MAÍ:

Myndin er framleidd með gögnum úr QuickSCAT tunglinu

 

MYND FRÁ 11. MAÍ KL. 12:20:

 

09-03-2009 - Upplýsingar um ískönnunarflug Landhelgisgæslunnar frá 06.03.09

Þann 6. mars fór Landhelgisgæslan í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Kl. 12:11 var komið að nýmynduðum hafís og röndinni fylgt til suðvesturs. Upphafs-pkt var 67°20N 025°50V og loka-pkt 66°30N og 027°00V. 

Hin eiginlega hafísrönd sást ekki, eingöngu var um nýmyndaðan ís að ræða sem náði um 10 sml austur af miðlínu. 

Hafískönnuninni lauk kl. 12:30.  Norðan- og norðaustanátt var á svæðinu, 35-55 hnútar (~ 18-23 m/s), snjókoma og 0,5 sml skyggni.

 

Upplýsingar frá nýjustu gervihnattamyndum benda til þess að rastir og ísspangir sé að finna í nýmyndaða ísnum og aðeins austar við línuna sem teiknuð var af Landhelgisgæslunni. 

 

02-02-2009 kl. 15:00 Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Gervihnattamynd frá því í gær ,1. febrúar, kl.  13:20, sýnir að hafísinn er á svipuðum slóðum og hann var á laugardagskvöldið.  Hitaskilin í sjónum tekin af hitamynd (ekki sýnd hér) eru teiknuð inn á myndina.  Rétt er að minna á að norðaustan- og austanátt verður ríkjandi á Grænlandssundi fram yfir helgi.

 

 

02-02-2009 kl. 13:00 Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því seint á laugardagskvöldið, 31. janúar kl. 23:00, sést að hafísinn er um 55 sml norðnorðvestur af Straumnesvita og um 60 sml norðvestur af Barða.  Hafísrastir og stakir jakar gætu verið eitthvað nær.  Næstu daga og fram yfir helgi verður norðaustan- og austanátt ríkjandi á Grænlandssundi og því má búast við að ísinn færist eitthvað fjær.

 

21-01-2009 Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Samsett gervihnattamynd frá því í gær og í fyrradag (19. og 20. janúar) sýnir að dreifður hafís og spangir eru um 70 sml. norðnorðvestur af Straumnesvita og þéttur hafís um 95 sml norðvestur Barða.  Næstu daga verður norðaustanátt á Grænlandssundi.

 

13-01-2009 Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Gervihnattamynd frá því í gærkvöldi, 12. janúar, kl. 22:56 sýnir að hafísinn er um 80 sml vestnorðvestur af Barða. Stakir jakar og rastir geta þó verið nær.  Næstu daga verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi.

 

05-01-2009 Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni

Hafís var víðsfjarri ströndum Íslands yfir hátíðarnar. Á gervihnattamynd frá því í gær (4. jan. kl. 12:12) má sjá að hafísjaðarinn var næst landi u.þ.b. 75 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Að venju má reikna með stökum jökum og röstum nær landi og sjófarendur því beðnir að fara að öllu með gát. Ekki er útlit fyrir að ísinn færist nær landi næstu daga þar sem vindátt mun að mestu verða af suðri og norðaustri.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica