Haf- og borgarístilkynningar 2005

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Tilkynningar í tímaröð

<<p>28-12-2005 kl. 15:00 Landhelgisgæslan
Vorum að koma úr flugi úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum.
Við sáum 2 borgarísjaka. Annar var u.þ.b. 200 metra vestur af Hrólfsskeri í Eyjafirði, sást ekki vel í ratsjá. Hinn var á stað 66°55'N 024°25'V. Hann var stór og sást vel í ratsjá.

26-12-2005 kl. 16:38 Skip.
Ísjaki (á stærð við meðal fiskiskip) á 66°04'N 018°29'V eða inni á Eyjafirði á móts við Ólafsfjörð. Rekur inn fjörðinn.

25-12-2005 kl. 23:58 Sauðanesviti.
Ísjakinn sem sést hefur héðan rak í stefnu NNA og hvarf sjónum fyrir myrkur.

24-12-2005 kl. 15:03 Sauðanesviti.
Borgarísjakinn hefur verið á hægri hreyfingu til austurs í dag. Nú er hann í stefnu NNA frá stöðinni, í um 10 km. fjarlægð.

23-12-2005 kl. 23:57 Sauðanesviti.
Borgarísjakinn sem sést hefur héðan frá stöðinni hefur verið á hægri ferð til vesturs í dag. Fyrir myrkur var hann í stefnu NV frá stöðinni í um 8 km. fjarlægð.

23-12-2005 kl. 14:59 Sauðanesviti.
Borgarísjakinn er í um 8 km fjarlægð í stefnu NNV frá stöðinni. Virðist reka rólega til vesturs.

23-12-2005 kl. 04:30 Skip.
Mjög stór borgarísjaki er 3 sml. norður af Siglufirði á stað: 66°16'N 018°55'V. Hann er nánast kyrrstæður og sést vel í ratsjá.

22-12-2005 kl. 13.30 Skip.
Borgarísjaki beint norður af Siglufirði á stað 66°15,500'N 018°55'V. Rekur til norðurs og sést vel í ratsjá. Íshrafl í kring.

21-12-2005 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 21. desember fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.
Borgarísjakar sáust á eftirtöldum stöðum: 66°43'N 025°58'V, 67°04'N 022°52'V og 67°15'N 024°58'V. Einnig var borgarísjaki á stað: 66°10'N 019°28'V. Sást ekki vel í ratsjá. Hinir fyrrnefndu sáust vel í ratsjá.
Komið var að ísröndinni á stað: 66°09'N 027°00'V og henni fylgt til NA um eftirtalda staði:
1. 66°45'N    026°25'V        2.    67°18'N    025°00'V        3.    67°19'N    026°20'V        4.    67°43'N    024°31'V
5.    67°37'N    024°17'V        6.    67°53'N    023°29'V        7.    68°00'N    022°55'V.
Milli staða 66°09'N    027°00'V og 66°45'N 026°25'V var ísmyndun og krapi. En þar fyrir norðan var þéttleikinn 7-9/10.
Næst landi var ísinn 72 sml. NV af Straumnesi og krapinn var 67 sml. NV af Barða.

19-12-2005 kl. 21:30 Skip.
Nokkuð stór borgarísjaki á stað 66°10.79'N 020°01.46'V. Rekur í vesturátt.

16-12-2005 Landhelgisgæslan
Föstudaginn 16. desember fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Kl. 11:41 á stað 66°41'N 026°06'V sást stakur borgarísjaki, hann sást vel í ratsjá.
Kl. 11:21 á stað 66°11'N 028°32'V var komið að ísröndinni og henni fylgt til NA um eftirtalda staði:
1.    66°30'N    028°10'V        2.    66°30'N    027°48'V        3.    66°14'N    027°20'V        4.    66°30'N    026°48'V
5.    66°29'N    026°28'V        6.    66°25'N    025°40'V        7.    66°29'N    025°31'V        8.    66°32'N    025°42'V
9.    66°53'N    024°26'V        10.  66°46'N    024°09'V        11.  67.°02'N   023°28'V        12.  66°51'N    023°01'V
13.  67°18'N    022°22'V        14.  67°28'N    023°17'V        15.  67.°33'N   023°52'V        16.  67°39'N    023°14'V
17.  68°00'N    021°22'V        18.  68°02'N    020°00'V        19.  68°08'N    019°30'V
þaðan lá ísbrúnin til NNA.
Þéttleikinn var 4-6/10 mestan part en á milli kom samfrosta eða 7-9/10 aðallega í tungunum við 27°V og 23°V.
Næst landi var ísinn 22 sml. N af Kögri og 30 sml. NV af Straumnesi.

07-12-2005 kl. 13:50 Skip.
Stakur ísjaki sést vel í ratsjá á stað 66°47'N 022°21'V. Rekur með 0,5 sml. hraða til austurs.

06-12-2005 Landhelgisgæslan
Þriðjudaginn 6. desember fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Stakur borgarísjaki sem var um 100m hár var á stað 65°10'N 029°00'V og sást hann vel í ratsjá.
Komið var að ísröndinni á stað 65°13'N 030°03'V og henni fylgt til NA um eftirtalda staði:
1.    65°14'N    030°15'V        2.    65°17'N    029°55'V        3.    65°32'N    030°00'V        4.    65°20'N    030°38'V
5.    65°42'N    030°20'V        6.    65°47'N    029°05'V        7.    65°46'N    028°10'V        8.    66°17'N    027°31'V
9.    66°20'N    026°55'V       10    66°40'N    026°12'V      11.    67°02'N    024°30'V       12.   67°26'N    024°26'V
13.  68°20'N    020°50'V.
Þokublettir voru sunnan til en þar sem ísbrúnin sást var þéttleikinn 4-6/10. Milli 66°og 67° var þéttleikinn 7-9/10, þar fyrir norðan var þéttleikinn 4-6/10. Ísdreifar voru með allri ísbrúninni og náðu um 5 sml. út frá henni.

05-12-2005 kl. 14:40 Flugvél
Komum að hafísrönd, á stað 66°50,62'N 025°45,96'V, að þéttleika 3/10. Þetta var suðvesturendi þessarar hafísrandar en á ratsjá mátti sjá að hún lá í austur misvísandi og var þéttari eftir því sem austar dró (15-20 sml.). U.þ.b. 13 sml.  áður en en við komum að þessari ísrönd mátti greina nokkra staka jaka (engir borgarísjakar). Eftir þessa ísrönd varð ísinn dreifðari 1-2/10 að 66°56,37'N 025°27,10'V þar sem ísinn varð þéttari og þaðan lá ísrönd einnig til vesturs 4-5/10 að þéttleika. Frá stað 67°04,53'N 026°21,29'V þéttist ísinn mikið 8-9/10 að stað 67°33,54'N 028°11,14'V þar sem hann gisnaði lítillega eða í 7-8/10 og hélst þannig að strönd Grænlands.

01-12-2005 Skip.
Urðum varir við ís á 68°00'N 022°00'V og sáum þar ísröndina. 30. nóvember lentum við í ís á 67°15'N 022°59'V.

28-11-2005 Landhelgisgæslan
Mánudaginn 28. nóvember fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.
Kl. 12:35 á stað: 65°45'N 027°40'V sást íshrafl og ís í myndun. Einnig sást ísröndin aðeins utar og var henni fylgt til NA, um eftirtalda staði:
1.    66°02'N    028°25'V        2.    66°26'N    027°10'V        3.    66°22'N    026°32'V
4.    66°25'N    025°55'V        5.    66°53'N    025°00'V        6.    67°16'N    023°25'V 
Sökum þess hve lágskýjað var sást ekki þéttleiki ísbrúnarinnar fyrr en komið var norður undir 67°N, en þar virtist þéttleikinn vera frá 6-9/10, og voru ísdreifar og ísmyndun fyrir sunnan ísröndina.
Næst landi var ísinn: 45 sml. NV af Kögri, ísdreifar um 32 sml. NV af Kögri og 53 sml. VNV af Barða.

23-11-2005 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 23. nóvember fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Kl. 13:07 var komið að borgarísjaka á stað 66°11'N 027°04'V. Hann var u.þ.b. 55 metrar að hæð og sást vel í ratsjá. Töluvert af ísbrotum lágu suður frá honum allt að 5 sml. sem sjást illa í ratsjá.
Kl. 13:13 var komið að ísbrúninni á stað 66°30'N 025°45'V og henni fylgt til NA um eftirtalda staði:
1.    66°30'N    025°45'V        2.    66°41'N    025°15'V        3.    66°39'N    024°45'V        4.    66°47'N    024°45'V
5.    66°46'N    025°00'V        6.    66°52'N    025°29'V        7.    67°00'N    025°00'V        8.    67°00'N    024°15'V
9.    67°05'N    024°15'V        10.  66°55'N    024°10'V        11.  67°22'N    023°25'V        12.    67°22'N    023°40'V
13.  67°35'N    023°40'V        14.  67°35'N    022°10'V        15.  67°44'N    022°10V þaðan lá ísbrúnin til norðurs.
Þéttleiki var um 7-9/10 en gisnara sunnanmegin við ísbrúnina.
Borgarísjakar sáust á stöðum: 66°46'N    025°25'V    66°51'N    025°29'V    
Kl. 13:48 var borgarísjaki á stað 67°28'N    022°29'V og var hann um 50 metrar á hæð og sást vel í ratsjá.
Suður af 66°50N voru ísdreifar og ísflákar allt að 20 sml. útfrá ísröndinni sem sjást ekki vel í ratsjá og var mikil hreyfing á þeim.

23-11-2005 kl. 13:07 Skip
Stór borgarísjaki á 67°28'N 022°27'V. Sést vel í ratsjá.

22. nóvember 2005, kl. 13:30 Skip
Ísrönd á stað 67°29´N og 23°52´V

02-11-2005 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 2. nóvember fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Vesturlandi.
Kl. 15:00 var komið að borgarísjaka á eftirfarandi stað: 67°20'N 024°01'V.
Kl. 15:13 var komið að ísbrúninni á stað: 67°38'N 024°25'V og henni fylgt til suðvesturs um eftirtalda staði:
1.    67°38'N    024°25'V        2.    67°10'N    025°10'V        3.    66°50'N    026°00'V
Þaðan lá ísbrúnin til vesturs á stað 66°50'N 027°30'V. frá þessum stað lá tunga til suðvesturs á stað 66°20'N 028°30'V.
Innan við meginísbrúnina var ísinn víðast hvar 7-9/10 að þéttleika.
Utan við meginísröndina var ísinn gisinn og ísdreifar. Einnig ís í myndun.
Ísbrúnin var næst landi 67 sml. NV frá Deild og 75 sml. NNV frá Kögri.
Ísdreifar voru næst landi 50 sml. NV frá Deild.

20-07-2005 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 20. júlí fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Ísröndin lá á milli eftirfarandi staða:
1.    66°20'N    029°30'V        2.    66°50'N    029°00'V        3.    66°50'N    029°36'V
4.    67°02'N    029°16'V        5.    67°05'N    028°10'V        6.    66°58'N    028°15'V
7.    67°03'N    027°35'V        8.    66°59'N    027°35'V        9.    66°59'N    027°25'V
10.  67°28'N    026°17'V       11.   67°25'N    026°05'V      12.    67°40'N    025°05'V
13.  67°50'N    025°00'V       14.   67°50'N    024°50'V      15.    68°05'N    024°50'V
16.  68°10'N    024°30'V       17.   68°00'N    024°00'V      18.    68°28'N    023°58'V
19.  68°28'N    024°30'V       20.   68°32'N    023°58'V      21.    69°00'N    023°58'V
Borgarísjakar voru bæði stórir og smáir og sáust á eftirtöldum stöðum:
1.    65°39'N    028°09'V        2.    65°39'N    028°03'V        3.    65°39'N    027°55'V
4.    65°45'N    027°42'V        5.    65°52'N    027°29'V        6.    65°58'N    027°21'V
7.    66°24'N    028°49'V        8.    66°23'N    028°36'V        9.    66°54'N    028°38'V
10.  66°37'N    026°40'V      11.    66°48'N    026°45'V      12.    67°20'N    26°08'V
13.  67°03'N    025°18'V      14.    67°33'N    024°41'V      15.    67°36'N    025°08'V
16.  66°28'N    028°28'V      17.    67°32'N    23°55'V. 
Innan við meginísbrúnina var ísinn víðast hvar 7-9/10 að þéttleika en ísdreifar utan við hana. Næst landi var ísröndin: 70 sml. V af Bjargtöngum, 90 sml. NV af Straumnesi og 100 sml. N af Kögri.

19-07-2005 kl. 19:05 Skip.
Ísjaki á stað 65°51'N 027°32'V. Rekur til suðurs, minna en 1 sml. á klst. Áætluð stærð yfir sjávarborði: Hæð 25m, lengd 40m, breidd 40m. Sjáanlegur í ratsjá innan við 5 sml. radíus.

14-07-2005 kl. 06:52 Skip.
Stór ísjaki og hröngl eða íshrafl í kring á reki í austurátt á stað 66°13'N 020°16,5'V. Jakinn sést vel í ratsjá en getur verið hættulegur skipum vegna þoku á svæðinu.

06-07-2005 kl. 13:00 Landhelgisgæslan.
Miðvikudaginn 6. júlí 2005 fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Ísröndin lá á milli eftirfarandi staða:
1.    67°19'N    024°30'V        2.    67°26'N    024°45'V        3.   67°26'N    024°40'V
4.    67°33'N    024°30'V        5.    67°33'N    023°30'V        6.    67°51'N    023°00'V
7.    67°50'N    022°45'V        8.    68°08'N    022°20'V        9.    68°08'N    021°42'V
10.  68°14'N    021°28'V        11.  68°14'N    021°15'V        12.  68°20'N    020°50'V
13.  68°28'N    020°50'V        14.  68°29'N    021°00'V. Þaðan lá ísröndin til norðurs á stað:
15.  68°37'N    020°59'V.
Veður var óhagstætt til ískönnunar, því lágþoka var á öllu svæðinu, þannig að um ratsjárathugun var einungis að ræða. Á stöku stað sáust litlir ísmolar frá ísröndinni.
Næst landi var ísröndin: 60 sml. NV af Kögri og 83 sml. NV af Kolbeinsey.

02-07-2005 kl. 13:22 Skip.
Stór borgarísjaki á stað 66°18'N 25°42'V. Rekur í suðvestur.

26-06-2005 kl. 18:00 Hraun á Skaga.
Borgarísjakinn sem staðið hefur á grunni hér norður af Skaganum stendur þar enn, talsvert hefur brotnað úr honum í dag og talsverð jakadreif í austur frá honum.

21-06-2005 kl. 09:00 Skip.
Komum að ís á 66°30'N    026°26'V. Sundurlausir stakir jakar. Sést illa í ratsjá. Skyggni 50-100 metrar. 

20-06-2005 Landhelgisgæslan.
Mánudaginn 20. júní 2005 fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum.
Komið var að ísbrún sem lá á milli eftirtaldra staða:
1.    68°00'N    018°20'V        2.    68°00'N    019°05'V        3.    67°45'N    019°10'V
4.    67°45'N    020°50'V        5.    67°28'N    020°50'V        6.    67°28'N    021°50'V
7.    67°51'N    022°50'V        8.    67°51'N    023°50'V        9.    66°53'N    025°00'V
10.  66°00'N    028°15'V        11.  65°30'N    028°15'V þaðan lá ísbrúnin til vesturs.
Þéttleiki ísbrúnarinnar var 7-9/10 u.þ.b. 1-2 sml. en síðan 10/10 norðar og vestar. Ísdreifar voru um 2-3 sml. í suður og austur frá ísbrúninni.
Ísbrúnin var næstl landi: 96 sml. N af Siglunesi, 60 sml. NNA af Horni, 78 sml. V af Straumnesi, 49 sml. NV af Deild og 52 sml. NV af Fjallaskaga.
Um 15 sml. löng ísspöng var 65 sml. VNV af Látrabjargi, 20 sml. innan við ísröndina. Lágþoka og lélegt skyggni, hugsanlega borgarís við spöngina.

15-06-2005 kl. 22:57 Hornbjargsviti.
Stór borgarísjaki austur af Hornbjargsvita. Sést vel í ratsjá. Brot úr jakanum, u.þ.b. 20 m langt, mjög lágt á sjónum og sést illa, 2-3 sml. NA af Látravík. 

13-06-2005 kl. 22:40 Skip.
Stór borgarísjaki á 66°12'N 021°20'V

13-06-2005 kl. 22:00 Skip.
Borgarísjaki á 66°26'N 021°55,9'V

10-06-2005 kl. 08:35 Skip.
Komum að ís í nótt á 67°37'N 022°36'V. Þaðan liggur ísinn í SV. Erum nú á 67°20'N 023°18'V

09-06-2005 kl. 17:00 Óli Þór Árnason.
Fjórir borgarísjakar á vestanverðum Húnaflóa, u.þ.b. 15-25 km austur af Drangsnesi. Sjást vel frá landi.

07-06-2005 kl. 08:30 Skip.
Sigldum meðfram ísrönd frá 67°47'N 019°29'V og vestur í 67°41'N 19°57'V.

02-06-2005 Landhelgisgæslan.
Fimmtudaginn 2. júní 2005 fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.
Komið var að ísbrún sem lá á milli eftirtalinna staða:
1.    66°31'N    026°29'V        2.    66°13'N    026°29'V        3.    66°20'N    027°30'V
4.    66°12'N    028°00'V        5.    66°00'N    028°28'V        6.    65°50'N    028°50'V
7.    65°38'N    028°50'V        8.    65°38'N    030°00'V
Þéttleiki ísbrúnarinnar var 10/10 en ísdreifar voru um 2-3 sml. frá ísbrúninni.
Ísbrúnin var næst landi: 75 sml. V af Straumnesi, 80 sml. V af Deild og 110 sml. V af Blakksnesi.
Ísdreifar voru næst landi: 55 sml. VNV af Bjargtöngum.

02-06-2005 kl. 21:28 Skip.
Tveir borgarísjakar á 66°27,1'N 021°58,9'V

02-06-2005 kl. 03:30 Skip.
Sigldum í nótt framhjá tveimur stórum borgarísjökum. Annar á stað 66°27'N 021°55'V og hinn á stað 66°22'N 021°34'V. Fleiri minni jakar á víð og dreif nær landi. Sjást allir vel í ratsjá.

01-06-2005 kl. 19:16 Skip.
Borgarísjakar á eftirfarandi stöðum:
1.    66°21,7'N 021°35,0'V    2.    66°21,7'N 021°49,9'V    3.    66°26,0'N 021°55,9'V    4.    66°27,1'N 021°58,4'V

31-05-2005 kl. 07:37 Litla-Ávík.
Borgarísjaki (ísfleki) hár, langur og sléttur er búinn að vera allan maímánuð NNA af stöðinni um 15 km frá landi. Hefur færst nær landi undanfarið.
Annar jaki sem hefur brotnað mikið niður er ASA af Gjögurvita 

30-05-2005 kl. 09:35 Skip.
Ís á 67°33'N 022°18'V.

26-05-2005 kl 13:00 Skip
Þéttur ís liggur norðaustur frá stað 66°34'N 27°02'V. Frá stað 66°45'N 26°41'V liggur hann í austur.

23-05-2005 kl 15:15 Skip
Spöng skammt norðan við 67°35'N og 22°35'V. Einnig er talsvert af dreifðum jökum um allan sjó. Sést í ratsjá.

22-5-2005 kl. 03:00 Skip
Höfum siglt með ísrönd frá stað 65°37'N 28°57'V að stað 65°37'N 28°19'V og þaðan að stað 65°28'N 28°01'V. Skyggni lélegt.

20-05-2005 kl. 08:45 Skip
Borgarísjakar á stað:
66°28'N og 22°03'V Sést vel i ratsjá.
66°27'N og 21°58'V Sést vel i ratsjá.
66°27'N og 21°47'N Sést vel i ratsjá, hægviðri og skyggni mjög gott.

19-05-2005 kl. 16:00 Árni Halldórsson
Stóri borgarísjakinn á Eyjafirði er um 2 km austur úr Brimnesi við vestanverðan Eyjafjörð. Strandaður á um 45 metra dýpi. Hefur hreyfst lítils háttar síðasta sólarhringinn. Molnar úr honum og rekur brot frá honum.

18-05-2005 kl. 15:15 Árni Halldórsson
Stór borgarísjaki er úti fyrir Hauganesi við vestanverðan Eyjafjörð, um 3 km frá landi, strandaður á 45 metra dýpi. Hann stendur um 35 til 40 metra upp úr sjó. Lengd hans er um 60 - 70 metrar. Molnað hefur nokkuð úr jakanum undanfarið

17-05-2005 kl. 09:45 Skip.
Um miðnætti í nótt var komið að þéttri spöng á stað 67°33,8'N 023°58,9'V. Spöngin lá í NA að stað 67°42,1'N 023°33,2'V.
Um kl. 4 í nótt var komið að annarri spöng á stað 67°07,6'N 022°46,9'V. Spöngin lá í VSV að stað 67°04,4'N 023°12,9'V. Spöngin var um það bil 1,5 sml. á breidd. Hrafl var meðfram spönginni.

14-05-2005 kl. 17:00 Skip.
Stór borgarísjaki á stað 66°05,56'N 018°24.12'V. Sést vel í ratsjá. Töluvert af minni jökum í kring sem sjást illa og geta verið hættulegir skipum og bátum.

14-05-2005 kl. 06:00 Sauðanesviti
Annar minni jaki í NV frá stöðinni í um 15 km fjarlægð. Einnig á leið austur með ströndinni.

14-05-2005 kl. 00:19 Sauðanesviti
Borgarísjakinn kominn vel austur fyrir Siglunes.

13-05-2005 kl. 15:00 Sauðanesviti.
Stór borgarísjaki í um 10 km fjarlægð NNA frá stöðinni á leið austur.

11-05-2005 kl. 12:00 Sauðanesviti
Stór borgarísjaki í stefnu VNV í um 30 km. fjarlægð frá stöðinni.

04-05-2005 kl. 21:21 Skip
Stór borgarísjaki á 66°44'N  21°06'V. Sést vel í ratsjá.

03-05-2005 kl. 23:59 Sauðanesviti
Tveir stakir litlir jakar voru á austurleið meðfram ströndinni í dag. Hrafl úr stóru borgarísjökunum á Skagafirði og Húnalóa.

03-05-2005 kl. 16:00 Flugvél
Sjö borgarísjakar eru ANA af Horni og þrír norður af Skagatá. Flogið var til Grænlands og komið að meginísbrún 80 sjómílur austur frá Bolafjalli, á stað 68°N og 30°V. Þéttur ís þaðan að Grænlandsströnd. Engir borgarísjakar sjáanlegir á þeirri leið.

03-05-2005 kl. 15:00 Sauðanesviti
Stakur jaki í norður frá stöðinni séð u.þ.b. 1 km frá landi.

02-05-2005 kl. 18:00 Sauðanesviti
Íshrafl á víð og dreif á leið í austurátt. Getur verið varasamt fyrir smábáta.

30-04-2005 kl. 22:05 Skip
Komum að ís 67°51'N og 21°31'V. Fórum meðfram ísspöng vestur í 67°47'N og 23°05'V. Mikið af stökum jökum suður af þessu.

27-04-2005 kl. 14:00 Frá Skagaströnd
Stór borgarísjaki stendur á grunni 3 til 4 sjómílur vestur af Skagaströnd. Hrafl úr honum rekur norður með straumi. Annar borgarísjaki, minni, sést í sjónauka í sömu átt, 8 til 9 sjómílur vestur af Skagaströnd.

25-04-2005 kl. 01:19 Skip
Nokkrir borgarísjakar eru 10-15 sjómílur austur af Hornbjargi.

23-04-2005 kl. 18:33 Skip
Staddir NA af Óðinsboða á 66°24'N 021°13'V. Borgarís og íshrafl sést í stefnu að Horni. Getur verið hættulegt skipum.

22-04-2005 kl. 16:00 frá Hvammstanga
Borgarísjakinn sem hefur verið í Miðfirði er þar enn. Mikið hefur brotnað úr honum og hann virðist standa á grunni á móts við Hvammstanga.

22-04-2005 kl. 09:15 Litla-Ávík.
Borgarís um 9 km. NNA frá stöðinni. Fjórir borgarísjakar með misjöfnu bili A af Selsekri. Hafa færst nær landi síðust daga. Jakabrot víða þar í kring.

22-04-2005 kl. 00:05 Sauðanesviti.
Ísjaki hefur sést í stefnu vestur frá stöðinni í um 15 km fjarlægð. Þarna er um sama jaka að ræða og lónaði upp að landinu um daginn. Hefur minnkað verulega.

18-04-2005 kl. 08:00 Skip.
Borgarísjakar á: 1) 66°29'N 021°56'V    2) 66°23'N 021°56'V    3) 66°26,3'N 021°52,5'V
4) 66°24'N 022°03'V    5) 66°31'N 021°52'V    6) 66°26,6'N 021°37,5'V        7) 66°30,5'N 021°38,6'V
8) 66°25,5'N 021°21,5'V    

17-04-2005 kl. 20:45 Frá Skagaströnd.
Það hvessti þó nokkuð í dag af SA og hefur borgarísjakinn (sem var við Kálfshamarsvík)  færst meira í NV og dýpkað á sér.

17-04-2005 kl. 09:52 Skip.
Borgarísjakar á 66°05,6'N 019°58,0'V og 66°12,0'N 020°06,0'V. Nokkrir veltijakar umhverfis. Sjást í ratsjá.

17-04-2005 kl. 02:38 Skip.
Einn borgarísjaki á 66°06,0'N 019°28,8'V og fjórir 1,5 sml. N af Málmey. Sjást í ratsjá.

15-04-2005 kl. 16:00 Frá Hvammstanga.
Borgarísjakinn sem hefur verið í Miðfirði hefur færst norðar, undan vindi. Brotnað hefur úr honum og eru brotin misstór og sjást misvel.

14-04-2005 kl. 13:00 Frá Skagaströnd.
Borgarísjakinn sem verið hefur við Kálfshamarsvík er þar enn. Stakir jakar sem reka í átt að landi, SV af honum. Geta verið hættulegir smærri bátum. Annar borgarísjaki nær landi. Stór borgarísjaki á að giska 10-15 m hár og 100 m langur við Vatnsnes.

14-04-2005 kl. 13:00 Frá Hvammstanga
Hafísdreifar og stakir jakar um allan sjó, bæði sunnan og norðan við Hvammstanga.

13-04-2005 kl. 15:40 Skip.
Skip statt á 66°34'N 021°31'V eða 22 sml. A frá Horni, tilkynnir um 8 borgarísjaka vestur af  þessum stað.

12-04-2005 kl. 19:00 Maður á Hvammstanga.
Stóri borgarísjakinn sem hefur verið á ferðinni í Húnaflóa er strandaður sunnarlega í Miðfirði.

11-04-2005 kl. 15:00 Landhelgisgæslan.
Mánudaginn 11. apríl 2005 fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi.
Komið var að borgarís á eftirtöldum stöðum:
1. 66°27'N    021°22'V, stakur jaki        2. 66°34'N    021°35'V, 2 jakar,        3. 66°24'N 021°55'V, stakur jaki. Þessi var næstur landi 8.7 sml N af Geirólfsnúpi.
4. 66°37'N    021°56'V, stakur jaki        5. 66°31°N    021°53'V.
Hugsanlega eru jakar sunnar en ekki var hægt að kanna það sökum lélegs skyggnis.

11-04-2005 kl. 15:00 Skip.
Tveir stórir borgarísjakar eru skammt út af Skagatá. Annar er á stað 66°05,5'N 019°58'V og hinn á stað 66°12,4'N 020°07.9'V. Borgarísjakarnir eru flatir og breiðir.

11-04-2005 kl. 12:00 Hraun á Skaga.
Borgarísjaki stendur á grunni 6-8 sml. í N frá Skagatá. Annar er skammt NV frá Málmey. Stöðugt brotnar úr jökunum. 

10-04-2005 kl. 09:00 Hraun á Skaga.
Ísjaki á sama stað og í gær en lítil brot úr honum í kringum hann sem geta verið varhugaverð skipum og bátum.

10-04-2005 kl. 13:15 Skip.
Stór ísjaki á stað 66°16'N 023°48'V. Sést vel í ratsjá.

10-04-2005 kl. 07:33 Skip.
Stór borgarísjaki er A af Húsnesi (66°05'N 019°57'V). Úr jakanum eru að brotna smærri jakar sem eru í kring sem gætu reynst hættulegir skipum. Stóri ísjakinn sést vel í ratsjá en ekki brotin í kring. Jakahrafl virðist vera í N að Skagatá.

09-04-2005 kl. 23:58 Sauðanesviti.
Stóri borgarísjakinn er strandaður út af Almenningum í Fljótum. Íshraf úr honum hefur verið á lóni meðfram ströndinni til A í dag. Hraflið er varasamt smærri bátum og trilum.

09-04-2005 kl. 20:58 Hraun á Skaga.
Tveir stakir jakar N og NA af Skagatá.

09-04-2005 kl. 17:59 Hraun á Skaga.
Ísjakinn sem sást frá Hrauni í morgun hefur nú brotnaðí tvennt. Annar jakinn er kyrr á sama stað 6-8 sml. N af Skagatá en hinn er 6-8 sml. NA af Skagatá á leið austur eða inn á Skagafjörð.

09-04-2005 kl. 09:05 Hraun á Skaga.
Stór borgarísjaki sést héðan. Hann er 6-8 sml. í N frá Skagatá. Stendur líklega á grunni.

10-04-2005 kl. 20:43 Skip.
Mjög stór ísjaki á stað 66°31,6'N 022°37,1'V. Sést vel í ratsjá. Suðvestur úr honum eru smærri jakar á siglingaleiðinni. Sjást illa og gætu verið hættulegir.

09-04-2005 kl. 12:30 Pétur Eggertsson, Skagaströnd.
Tveir mjög stórir borgarísjakar eru vestur við Strandir. Annar er flatur og mjög langur á að giska 100 m langur og 10 m hár, hinn er hærri. þriðji er vestur af Kálfshamarsvík.

09-04-05 kl. 14:30 Sauðanesviti.
Um 200-400 m austur af Sauðanesvita sást íshrafl á reki í austurátt. Gæti verið varasamt smábátum.

09-04-2005 kl. 06:10 Skip.
Stór borgarísjaki út af Deild á stað 66°15'N 023°49'V. Sést vel í ratsjá en NV úr honum er jakahröng sem getur verið varasamt. Sést ekki í ratsjá.

09-04-2005 kl. 03:07 Skip.
Ísjaki 4,5 sml. norðan við Gölt á stað 66°33'N 022°37'V .Sést vel í ratsjá.

09-04-2005 kl. 01:30 Skip.
Fjórir stórir jakar V og NV af  Óðinsboða, á og við siglingaleið. Staðir: 66°22'N 021°50'V, 66°29'N 021°52'V, 66°32'N 021°51'V og 66°38'N 021°52'V. Sjást misvel í ratsjá.

09-04-2005 kl. 00:45 Skip.
Tveir stórir ísjakar 12,5 sml. N af Óðinsboða á stað 66°34'N 021°32'V. Sjást vel í ratsjá.

08-04 2005 kl. 23:58 Skip
Stór ísjaki á siglingaleið 8,6 sml. NA af Óðinsboða eða á 66°26'N 021°21'V. Sést vel í ratsjá.

07-04-2005 kl. 20:25 Skip.
Töluvert íshrafl á stað 66°24'N 021°25'V. Sést illa í ratsjá. Gæti verið hættulegt skipum.

07-04-2005 kl. 12:35 Skip.
Borgarísjaki á 66°26,3'N 020°02,2'V.

07-04-2005 kl. 12:00 Hraun á Skaga.
Stór borgarísjaki djúpt á skipaleið, í norður frá Skagatá.

07-04-2005 kl. 11:00 Jón Guðjónsson, Litlu-Ávík.
Borgarísjaki 1,5 km N af stöðinni og annar A af Veturmýrarnesi 2 km frá landi. Íshrafl víða sem rekur að landi. Hættulegt bátum.

07-04-2005 kl. 10:30 Jón á Skagaströnd.
Allstórir borgarísjakar um 5-6 sml. NV af Kálfshamarsvík.

07-04-2005 kl. 09:30 Ingólfur Sveinsson, Lágmúla.
Borgarís, 10-15 metra hár er strandaður á 35-40 faðma dýpi, suður af Þursaskeri.

07-04-2005 kl. 06:43 Skip.
Staddir á 66°27'N 021°28,7'V. Ísjaki 3 sml. norður af ofangreindri staðsetningu. Sést illa í ratsjá.

06-04-2005 kl. 16:00 Ingólfur Sveinsson, Lágmúla.
Borgarísjaki sést á siglingaleið út af Þursaskeri í Skagafirði, vestanverðum.

06-04-2005 kl. 10:50 Skip.
Staddir 4 sml. austur af Horni. Skyggni 200-300 metrar. Nokkuð um ísjaka sem sjást ekki í ratsjá. Hættulegir skipum.

05-04-2005 kl. 20:59 Skip.
Þrír jakar á stað 66°01'N 019°37'V eða 1,7 sml. vestan við Málmey. Eru þeir á siglingaleið og sjást illa í ratsjá. Geta verið hættulegir skipum.

04-04-2005 kl. 16:00 Litla-Ávík.
Hafísinn sem fyllti hér víkur og firði fyrir norðan Gjögur byrjaði að reka út og kom los á hann rétt um páska (páskadagur 27. mars). Rak hann síðan út smátt og smátt og má segja að hann hafi verið alveg horfinn í lok marsmánaðar nema stöku jakar sem voru á fjörum.
Í gær og í nótt hafa komið stakir jakar upp að landi en fáar misstórar ísspangir og stakir jakar eru mjög víða úti fyrir.

04-04-2005 kl. 15:50 Landhelgisgæslan
Sáum tvo jaka á stað 66°06'N 025°00'V og 66°12'N 025°18'V.

04-04-2005 kl. 11:00 Lágmúli
Lítill jaki nálægt landi. Hreyfist inn Skagafjörð. Er ekki á siglingaleið. Annar ís er ekki sjáanlegur.

03-04-2005 kl. 19:40 Skip.
Nokkrir misstórir ísjakar á reki u.þ.b. 12-14 sml. NNV af Straumnesi. Sjást illa í ratsjá. Geta verið hættulegir skipum.

31-03-2005 kl. 11:30 Skip.
Komum að ísspöng 3.2 sml. N af Óðinsboða á stað 66°25,8'N 021°40,8'V. Sigldum með henni í punkt 66°24.5'N 021°36,2'V. Fórum sunnan við endann á henni á stað 66°24,2'N 021°30,3'V. Hreint er þar fyrir austan. Stór borgarísjaki á stað 66°25,0'N 021°08,4'V.

31-03-2005 kl. 10:20 Skip.
Ísspangir við Óðinsboða lágu frá N-S. Einnig er stór borgarísjaki á stað 66°25,2'N 021°08,7'V. Skyggni lélegt.

30-03-2005 kl. 22:00 Skip.
Á svæðinu frá Horni og austur fyrir Óðinsboða, eins langt og séð verður á ratsjá til norðurs eða um 20 sml. og suður um á grunnslóð, eru minni borgarísjakar, ísjakar og ísflekar á víð og dreif. Minni ísjakarnir sjást illa í ratsjá. Að öðru leyti er siglingaleiðin greiðfær. Komum að ísspöng (kl. 23:00) á stað 66°19,2'N 021°23,8'V, sem lá 4 sml. í N-S frá staðnum og um 2 sml. á breidd. Þéttleiki um 6/10.

29-03-2005 kl. 21:40 Skip.
Ísspöng liggur milli efturtalinna staða:
1) 66°31'N 021°27'V       2) 66°38'N 021°43'V.
Ísdreifar liggja út frá spönginni, sjást sæmilega í ratsjá.
Borgarísjakar sáust á eftirtöldum stöðum:
1) 66°37'N    021°52'V        2) 66°39'N 021°56'V.
Smáir ísjakar á eftirtöldum stöðum:
1) 66°30'N 022°08'V        2) 66°30'N    022°13'V        3) 66°28'N    022°15'V. Sjást vel í ratsjá.        

29-03-2005 kl. Landhelgisgæslan
Þriðjudaginn 29. mars 2005 fór flugvél landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi.
Komið var að ísdreifum sem lágu á milli eftirfarandi staða:
1) 67°25'N    019°40'V        2) 67°13'N    019°25'V        3) 66°56'N    020°00'V
4) 67°03'N    020°20'V
Komið var að ísdreifum sem lágu á milli eftirfarandi staða:
1) 66°00'N    020°30'V        2) 65°51'N    020°34'V        3) 65°45'N    020°50'V
4) 65°44'N    021°10'V        5) 65°54'N    021°05'V        6) 66°09'N    021°28'V
7) 66°09'N    021°30'V        8) 66°31'N    021°40'V        9) 66°34'N    021°45'V.
Borgarísjakar á: 
1) 66°48'N    017°47'V        2) 67°15'N    019°27'V        3) 67°32'N    019°14'V
4) 66°53'N    019°53'V        5) 66°48'N    020°45'V.
Siglingaleiðin fyrir Horn er fær en smájakar á víð og dreif út frá ísdreifunum allt að 10 sml.

28-03-2005 kl. 17:00 Skip.
Allstór jaki á 67°06,2'N 018°46,6'V og annar stór á 67°13'N 019°21'V. Jakar misjafnlega stórir úti fyrir Norðurlandi á víð og dreif. Sjást misjafnlega vel í ratsjá.

28-03-2005 kl. 15:00 Skip.
Allstór jaki á 66°46,8'N 019°26,2'V. Annar jaki á 66°51,7'N 019°44,5V. Sjást sæmilega í ratsjá.

28-03-2005 kl. 10:30 Skip.
Staddir á 66°27'N 021°50'V, 6 sml. NV af Óðinsboða. Íshröngl og ísspangir. Dreifin liggur N-S í 3-4 sml.

26-03-2005 kl. 09:40 Skip.
Stór ísjaki á stað 66°30'N 022°32'V, sést illa í ratsjá. Þremur sml. austar er annar stór jaki sem sést vel í ratsjá.
Á stað 66°38,500'N 020°58,250'V er mjög stór fleki sem sést vel í ratsjá. Á 66°46,300'N 021°05,900'V er mjög hár jaki. Tveir utan við sem sjást vel. Þrír flekar á 66°30,960'N 021°42,200'V, 66°36,960'N 021°55,400'V, 66°40,240'N 021°58,500'V. Sjást mjög vel í ratsjá, eru stórir en lágir flekar. Hreint í kringum þá.

25-03-2005 kl. 09:40 Skip.
Þrír stórir jaka á eftirtöldum stöðum: 66°30,9'N 022°28,5'V, 66°29,88'N 022°36,75'V og 66.34,30'N 022°19,48'V. Nokkrir jakar inni á víkum og litlir molar á siglingaleið norður af Straumnesi, sem gætu verið hættulegir smærri bátum. Annars er siglingaleiðin fyrir Horn greiðfær. 

25-03-2005 kl. 07:30 Skip.
Staddir á 66°28'N 022°07'V. Sjáum nokkra litla jaka suður af okkur í átt til lands. Sjást illa í ratsjá. Hættulegir minni bátum.

25-03-2005 kl. 07:15 Skip.
Borgarísjaki á stað 66°25,6'N 021°55,0'V. Sést vel í ratsjá. Rekur til norðurs.

24-03-2005 kl. 21:00 Litla-Ávík.
Ís nær nú u.þ.b. 0,8 km frá landi við stöðina sjálfa.

23-03-2005 kl. 15:40 Litla-Ávík.
Ís hefur nú minnkað við landið. Auður sjór að mestu vestur frá Reykjaneshyrnu í Krossnestá en ís rekur út norðvestur með Veturmýrarnesi. Selskerssvæðið virðist mikið til autt. Trékyllisvík og Norðurfjörður enn full af ís.

23-03-2005 kl. 12:00 Skip.
Stakur jaki á stað 66°23'N 018°04'V. Sést ekki vel í ratsjá.

22-03-2005 kl. 23:49 Skip.
Erum á siglingu 2 sml. N af Horni og stefnum rv. 270°. Ísjaki og smábrot 1,4 sml. N af okkur. Höfum lítið orðið varir við ís nema út á 5.5 sml.

22-03-2005 Landhelgisgæslan.
Þriðjudaginn 22. mars 2005 fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum.
Meginísspöngin lá um eftirtalda staði:
1) 67°47'N    018°00'V        2) 67°33'N    017°38'V        3) 67°30'N    018°05'V
4) 67°21'N    017°58'V        5) 67°10'N    018°42'V        6) 67°00'N    019°00'V
Þéttleiki ísspangar var um 4-6/10 nyrst og niður í 1-3/10 syðst. Greinilegt var að ísinn bráðnaði hratt.
Eftir punkt nr. 6 sást ekki niður vegna lágþoku.
7) 67°09'N    019°35'V        8) 67°07'N    020°00'V        9) 67°09'N    020°25'V
10) 67°02'N    020°50'V
Ekki var möguleiki að sjá til ísspangar vegna þokusúldar og lélegra ratsjárskilyrða.
11) 66°50'N    020°59'V        12) 66°39'N    021°25'V        13) 66°41'N    021°58'V
14) 66°32'N    022°34'V        15) 66°33'N    022°48'V.
Næst landi var ísspöngin 6 sml. N af Horni.
Siglingaleiðin fyrir Horn var fær en varasöm vegna stöku smájaka. 

22-03-2005 kl. 09:00 Skip.
Erum á stað 66°53,64'N 020°55,80'V (stefna 270°). Sjáum þétta ísspöng sem liggur frá A-V.

22-03-2005 kl. 06:00 Skip.
Staddir á 66°51'N 020°32'V. Talsverður ís sést í ratsjá N og NV af okkur. Rekur í SV.

21-03-2005 kl. 17:45 Skip.
Staddir á 66°48'N 020°52'V. Sjáum í ratsjá frekar þéttan ís NV af okkur.

21-03-2005 kl. 15:00 Skip.
Sjáum tvo borgarísjaka á stað 66°55'N 020°33'V og 66°56'N 020°37'V. Auk þess er talsvert gisið ísrek NA af okkur.

21-03-2005 kl. 09:50 Skip.
Komum að ísfláka á stað 67°06'N 019°57'V, sem liggur í norður.

20-03-2005 kl. 18:00 Landhelgisgæslan.
Ískönnun norður af Horni.
Norðan við Horn er siglingaleið vel fær. Ísdreifar næst landi norðan við Horn og norðan við Kögur. Meginís 15 sml. norður af Horni. Stakir jakar á siglingaleið. Farið með varúð.

20-03-2005 kl. 15:24 Skip.
Á leið fyrir Hornstrandir á austurleið. Ísspöng á stað 66°31'N 022°36'V, sem liggur í rv. 300°. Önnur á stað 66°28'N 022°37'V sem liggur í rv. 310°. Einnig er borgarísjaki á stað 66°28'N 022°47'V.

20-03-2005 kl. 14:35 Skip.
Stakir, litlir jakar 6 sml. NA af Straumnesi. Utar á 66°28'N 023°22'V virðist vera þéttari ís. Einn og einn stakur jaki á Aðalvíkinni eða við víkurkjaftinn, ekki stórir en eru á víð og dreif á siglingaleið. Gætu verið varasamir fyrir litla báta.

20-03-2005 kl. 09:30 Skip.
Ísspöng með mörgum stórum jökum, sést í ratsjá  á 66°28,5'N 022°26,7'V (NNA af Horni) og að 66°32,2'N 022°36,9'V (NV af Horni.)

20-03-2005 kl. 09:30 Litla-Ávík.
Allmikið bættist í ísrek að landi í gær og í nótt og er nú landfastur ís frá vestanverðri Reykjaneshyrnu og NV í Veturmýrarnes, eða langleiðina í Selsker. Þetta er að mestu íshrafl.

19-03-2005 kl. 19:30 Skip.
Fórum í gegnum ísröndina á stað 66°27'N 023°14'V á leið austur. Ísinn er um 3 sml. frá landi. Í lagi að sigla þessa leið í björtu en varhugavert í myrkri.

19-03-2005 kl. 16:00 Skip.
Sigldum að ísjaðrinum á stað 66°28'N 023°12'V. Fylgdum honum eftir í gegnum ísspöng á 66°30'N 023°13'V. Þaðan í norður í 66°31,6'N og þaðan í austur. Stórir stakir jakar sjást í ratsjá norður af Horni.

19-03-2005 kl. 15:00. Hafísviðvörun.
Siglingaleiðin fyrir Horn á Hornströndum er enn ófær nema siglt sé með varúð í björtu.

19-03-2005 kl. 09:00 Skip.
Landfastur ís er frá Horni og vestur fyrir Kögur. Nær u.þ.b. 2,5 - 4 sml. frá landi. Frá Kögri liggur ísinn í V eða VNV. Fórum í gegnum spöngina á stað 66°30'N 023°03'V. Skyggni slæmt vegna dimmviðris. Leiðin ófær nema í björtu.

19-03-2005 kl. 00:10 Skip.
Staddir á 66°31'N 023°16'V. Siglingaleiðin fyrir Straumnes er ófær í myrkri.

18-03-2005 kl. 21:40 Skip.
Stór jaki á 66°18'N 021°30'V, sést vel í ratsjá og ísspöng á 66°24'N 021°49'V, liggur í NV. Siglingaleiðin frá Óðinsboða að Horni er greiðfær.

18-03-2005 kl. 08:30 Litla-Ávík.
Hafís hefur nú molnað og minnkað mikið í sjóganginum í nótt. Enn er mikill ís inn á Trékyllisvík og Norðurfjörður er fullur af ís. Íshrafl er norðvestur með ströndinni í Veturmýrarnes.

17-03-2005 kl. 17:00 Grímsey.
Einungis dreifar og stakir jakar eru umhverfis Grímsey og á Grímseyjarsundi.

17-03-2005 kl. 14:00 Skip.
Staddur norður af Rauðanúp og þar er stór ísjaki á siglingaleið á stað 66°32,37'N 016°51,13'V. Sést þokkalega í ratsjá.

16-03-2005 Landhelgisgæslan.
Miðvikudaginn 16. mars 2005 fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum.
Meginísröndin lá um eftirtalda staði:
1) 66°20'N    027°14'V        2) 66°30'N    026°00'V        3) 66°54'N    025°02'V
4) 66°51'N    024°36'V        5) 66°40'N    024°13'V        6) 66°40'N    023°30'V
7) Kögur    8) Geirólfsnúpur    9)    66°25'N    021°40'V
10) 66°25'N    021°05'V        11) 66°33'N    020°35'V        12) 66°27'N    020°16'V
13) 66°50'N    018°53'V        14) 66°50'N    017°35'V        15) 66°43'N    016°40'V
16) 66°52'N    016°00'V        17) 66°50'N    015°30'V.
Austan við 015°30'V var ekki skyggni til ískönnunar.
Vestan við Straumnes var þéttleikinn við ísbrúnina víðast 7-9/10 og ísdreifar suður af meginísnum. Austan við Straumnes var ísbrúnin víðast 4-6/10 en 7-9/10, 5-10 sml. þar fyrir innan. Víða lágu ísspangir með þéttleika 7-9/10 í 10-20 sml. suður af meginísnum. Meðalþéttleikinn var þó um 1-3/10.
Meginísbrúnin liggur að landi milli Kögurs og Geirólfsnúps. Siglingaleiðin fyrir Horn er ófær venjulegum skipum. Norðan við Gjögur eru allir firðir og vogar fullir af ís að Horni.
Fyrir utan að vera landfastur milli Kögurs og Geirólfsnúps lá ísbrúnin næst landi: 18 sml. N af Skagatá, 17 sml. N af Grímsey og 12 sml. NNA af Rauðanúp.

16-03-2005 kl. 13:00 Jaxlinn.
Landfastur ís við Straumnes. Liggur NA-SV eins og séð verður.

16-03-2005 kl. 12.38 Jaxlinn.
Kominn í jaka á 66°22'N 023°13,5'V. Sjáum utan við ökkur ísspöngina. Töluvert af jökum á Aðalvík.

16-03-2005 kl. 08:30 Litla-Ávík.
Nú er auður sjór frá vestanverðri Reykjaneshyrnu, norðvestur í Veturmýrarnes og auður sjór á Selskerssvæðinu. Allan ís virðist hafa rekið vestur. Enn allt fullt af ís innan þessara marka.

16-03-2005 kl. 11:00 Óttar Jóhannsson, Grímsey.
Dreifður ís er um allan sjó allt í kringum Grímsey. Þéttur ís er hins vegar í nokkurra sml. fjarlægð norður undan samkvæmt könnun úr flugvél í gær.

15-03-2005 kl. 15:30 Jón Frímann Jónsson á Hvammstanga.
Íshröngl er vestast í Miðfirði, handan Hvammstanga.

15-03-2005 kl. 13:45 Flugmálastjórn.
Frá Geirólfsnúpi vesturundir Kögur er ís. Virðist vera gisnara austur af Horni.

15-03-2005 kl. 12:00 Sauðanesviti.
Stakir, stærri jakar sjást með berum augum við sjóndeildarhring og sjást vel í sjónauka. talsvert magn sést í NV frá stöðinni.

15-03-2005 kl. 11:59 Litla-Ávík.
Ekki er hægt að gefa upp sjólag lengur vegna hafíss. Bara smávakir allt til Selskers sem er í NNV og 12 km frá stöðinni.

15-03-2005 kl. 09:30 Ingólfur Sveinsson, Lágmúla á Skaga.
Einungis krapa að sjá í 300-500m úti fyrir Víkurnesi. Aðeins fáein brot yfir 2 fet sjást.

15-03-2005 kl. 09:00 Litla Ávík.
Innan við Selsker og NV og A við er allstaðar að sjá ísspangir og jaka. Allt orðið hálffullt af ís hér við ströndina og inn á Trékyllisvíkina.

15-03-2005 kl. 09:00 Hraun á Skaga.
Borgarísjaki sést 3-4 sml. norður frá Skagatá. Annan ís er ekki að sjá héðan, utan það sem rak að landi aðfararnótt sunnudags.

14-03-2005 kl. 20:00 Skip.
Ísjaki á stað 66°13,4'N 023°31,8'V. Sést ekki í ratsjá. Íshröngl í kring sem gæti verið hættulegt smærri bátum.

14-03-2005 Landhelgisgæslan.
Mánudaginn 14. mars 2005 fór flugvél landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi.
Meginísröndin lá um eftirtalda staði:
1) 66°10'N    028°00'V        2) 66°17'N    027°00'V        3) 66°50'N    024°40'V
4) 66°41'N    024°42'V        5) 66°22'N    024°15'V        6) 66°32'N    023°50'V
7) 66°30'N    022°29'V        8) 66°27'N    022°10'V        9) 66°15'N    021°24'V
10) 66°30'N    021°05'V        11) 66°21'N    020°21'V        12) 66°21'N    019°55'V
13) 66°32'N    019°35'V        14) 66°36'N    019°36'V        15) 66°52'N    018°28'V
16) 66°42'N    017°38'V        17) 67°00'N    016°31'V        18) 66°52'N    015°25'V
19) 66°51'N    014°38'V þaðan virtist ísröndin liggja til norðurs.
Vestan við 025°V er þéttleikinn við ísbrúnina 7-9/10. Austan við 025°V var þéttleikinn við ísbrúnina víðast 4-6/10 en þéttari ís 10-20 sml. þar fyrir innan. utan við ísbrúnina eru þéttar ísspangir sem liggja allt að 20 sml. suður fyrir ísbrúnina. Þá eru ísdreifar úti fyrir öllu Norðurlandi.
Borgarísjaki sást á stað 66°17'N 025°31,2'V.
Ís er að mestu landfastur á milli Hornbjargs og Geirólfsnúps. Ísbrúnin lá næst landi 18 sml. NV af Deild, 2 sml. N af Kögri, 13 sml. N af Skagatá, 12 sml. NA af Grímsey og 22 sml. N af Hraunhafnartanga.    

14-03-2005 kl. 12:45 Skip.
Kl. 08:00 komum við að ís á stað 66°17'N 020°12'V. Sigldum sunnan við spöngina og komum vestur fyrir hana á stað 66°18'N 020°41'V. Komum að þéttum ís á stað 66°20'N 020°55'V. Þræddum fyrir sundurlausar spangir alveg að Óðinsboða. Varhugavert að ferðast nema í björtu. Erum á stað 66°22'N 021°36'V. Sundurlausar spangir fram undan í 308°. Þéttur ís norðan við okkur.

14-03-2005 kl. 12:00 Dalatangi.
Fengum fréttir af stökum jaka sem er á leið inn á Hellisfjörð.

14-03-2005 kl. 11:20 Vegfarandi.
Ísjaki kominn inn á Norðfjörð u.þ.b. 800 m. frá Hellisfjarðarnesi.

14-03-2005 kl. 08:55 Hraun á Skaga.
Allar víkur hér í grennd eru fullar af hafís og rúmlega það. Þar utar sést enginn ís. Talsvert brýtur á boðum utan ísrandarinnar svo halda mætti að ekki sé mikill ís í nánd.

14-03-2005 kl. 09:18 Mánárbakki.
Lítilsháttar jakahrafl rak á fjörur í nótt. Stakir jakar reka hratt að landi.

14-03-2005 kl. 09:05 Litla-Ávík.
Íshrafl um allan sjó sem séð verður og ísspöng um 2 km N og NA af stöðinni. Rekur hratt að landi.

14-03-2005 kl. 07:15 Skip.
3 litlir jakar í austanverðum Húnaflóa 65°52'N 020°21,5'V. Sjást ekki í ratsjá.

13-03-2005 kl. 23:57 Sauðanesviti.
Íshrafl og stakir smájakar hafa borist inn Siglufjörð að vestan. Nokkrir stærri jakar eru einnig komnir inn í fjörðinn. Fáeinir jakar hafa borist alveg inn fyrir hafnarsvæðin. Jakahrafl er að sjá hér í fjörunni.

13-03-2005 kl. 21:00 Sauðanesviti.
Íshrafl í mynni Siglufjarðar (frekar litlir jakar).

13-03-2005 kl. 21:00 Borgarfjörður eystri.
Stór ísjaki sást í morgun sem hefur nú brotnað upp og ísjaka hefur rekið á land.

13-03-2005 kl. 20:05 Skip.
Íshrafl er við Siglunes og inn á Eyjafjörð.

13-03-2005 kl. 19:40 Lágmúli á Skaga.
Ísdreifar A og SA af Þursaskeri. Einnig eru komnir jakar á fjöru.

13-03-2005 kl. 15:00 Skip.
Spög er út af Skagatá. Ís er frá stað 66°10,5'N 020°20'V, liggur í 110° rv og einnig í NNV. Stakir jakar, sumir stórir eru utan við spöngina.
Á Húnaflóa var siglt inn í ísspöng á stað 66°13,2'N 021°36,7'V og út á stað 66°12,6'N 021°31,4'V. Yfirleitt þéttur ís en gisinn á köflum.

13-03-2005 kl. 09:23 Skip.
Erum staddir á 65°36'N 012°48'V. Sjáum nokkra ísmola sem geta verið varasamir. Sjást ekki í ratsjá.

13-03-2005 kl. 13:30 Hafnarvörður á Vopnafirði.
Ísjakar fljóta inn Vopnafjörð og fer þeim fjölgandi.

13-03-2005 kl. 11:00 Frá Bakkafirði.
Stakir jakar á fjörum frá Bakkafirði út að Digranesvita. Skyggni lélegt vegna éljagangs og hvassviðris.

13-03-2005 kl. 10:20 Skip.
Staddir 24 sml. A af Langanesi. Miklar ísspangir. Autt á milli.
Annað skip á 66°22'N 021°48'V. Á leið inn Húnaflóann með ísspönginni. Sjáum ísspöng eins og augað eygir inn Húnaflóa.
Enn eitt skip: Statt suður af Gerpi. Mjög erfitt að komast þessa leið. Þétt ísspöng 3.3 sml. fyrir N Svínalækjartanga. Mjög mikið jakahröng við Fontinn. Urðum að sigla inn allan Bakkaflóa til að komast suður fyrir.

13-03-2005 kl. 08:59 Litla-Ávík.
Hafís sést á reki hér á milli Litlu-Ávíkur og Krossaness og rekur inn á Trékyllisvík.

13-03-2005 kl. 09:00 Hraun á Skaga.
Nokkrir jakar við fjöru  og hafísspöng í SA frá Skagatá á siglingaleið inn Skagafjörð. Ísrönd sést héðan í N.

13-03-2005 kl. 08:58 Sauðanesviti.
Stakir smájakar sjást nú í stefnu N í um 10 km fjarlægð. Skyggni leyfir ekki víðari sýn eins og er.

13-03-2005 kl. 04:25 Skip.
Íshrafl á stað 66°2,3'N 010°59,2'V. Lítið skyggni á svæðinu vegna élja.

13-03-2005 kl. 04:15 Vegfarandi.
Maður að aka norðan við Raufarhöfn og sá íshrafl í fjörum.

12-03-2005 kl. 21:55 Skip.
Erum staddir 4 sml. rv. frá Digranesi, sunnan í Bakkaflóa. Vorum að fara í gegnum þétta ísspöng um eftirfarandi hnit. 66°11'N 014°22'V, 66°08'N 014°33'V, 66°10'N 14°42'V og 66°11'N 014°42'V.

12-03-2005 kl. 21.44 Skip.
Staddir á 66°20'N 018°09'V. Utan við það liggur ísspöng í V og N. Fór í gegnum endann á henni. Litlir jakar einn og einn moli á leiðinni frá Sléttu.

12-03-2005 kl. 18:03 Sauðanesviti.
Hafís hefur sést í stefnu N og NNA. Á milli élja hefur sést að ísinn nálgast nokkuð ört.

12-03-2005 kl. 18:06 Skip.
Sigldum suður af Grímsey. Ístunga komin 8 sml. S fyrir eyna. Mikill ís og smájakahrafl. Sigling um svæðið mjög varasöm vegna éljagangs og slæms skyggnis. Sést sæmilega í ratsjá.

12-03-2005 Landhelgisgæslan
Laugardaginn 12. mars 2005 fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi.
Meginísröndin lá um eftirtalda staði:
1) 66°15'N    026°52'V        2) 66°52'N    024°15'V        3) 66°45'N    023°55'V
4) 66°48'N    021°30'V        5) 66°20'N    021°40'V        6) 66°15'N    021°20'V
7) 66°15'N    019°15'V        8) 66°38'N    018°30'V        9) 66°34'N    018°02'V
10) 67°00'N    017°00'V        11) 66°45'N    016°00'V        12) 66°33'N    014°30'V
Vestan við Hornbjarg var þéttleikinn við ísbrúnina 7-9/10 en norðan og austan við Horn var þéttleikinn 4-6/10. Frá Hornbjargi að Rauðanúp lágu víða ísdreifar og þéttar ísspangir 5-10 sml. suður frá ísbrúninni. Austan við Rauðanúp var ískönnunin að mestu gerð með ratsjá vegna veðurs. 5-10 sml. suður af Langanesi voru þéttar ísspangir sem lágu til austurs. Siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa er varasöm.
Borgarísjakar sáust á eftirtöldum stöðum:
1) 66°20'N    025°34'V        2) 66°37'N    025°25'V.
Ísbrúnin lá næst landi 19 sml. N af Kögri, 12 sml. N af Skagatá, 13 sml. N af Hraunhafnartanga 12 sml. N af Fonti. Víða við Strandir, Skagatá og Melrakkanes lágu ísdreifar upp undir land.

12-03-2005 kl. 15:30 Almenningsnöf (frá vegfaranda).
Ísspangir 4-6 sml. frá landi. Rekur hratt að landi. Meiri ís sést til vesturs.

12-03-2005 kl. 15:00 Sauðanesviti.
Þegar rofar á milli élja sést hafís í stefnu N og NNA frá stöðinni í um 30-35 km fjarlægð. Nokkuð samfelld ísbreiða í N en stakir smájakar í stefnu NNA.

12-03-2005 kl. 14:00 Skip.
Staddir á 66°44'N 015°47'V. Hafís í 13 sml. fjarlægð 25°rv. frá Hraunhafnartanga. Stakir jakar um allan sjó. Spöng liggur í VNV. Rekur hratt í suður.
Sama skip kl. 14:30 Jaðar eða spöng í 3 sml. fjarlægð frá skipunu sem statt er á 66°47'N 015°45'V.

12-03-2005 kl. 13:45 Núpskatla við Rauðanúp.
Stöku hafísjaka rekur á fjörur.

12-03-2005 kl. 12:32 Skip.
Sáum ístungu frá stað: 66°26'N 021°42'V og lá hún um eftirtalda staði:
1) 66°24,6'N    021°47,2'V        2) 66°23,6'N    021°47,2'V        3) 66°23,7'N    021°43,5'V
4) 66°22,1'N    021°41,2'V        5) 66°23,7'N    021°36,1'V        6) 66°23,3'N    021°32,1'V. Ísdreifar eins langt suður og séð varð og austur að 020°50'V. Sigling fyrir sunnan Óðinsboða er greiðfær í björtu en varasöm í myrkri. Ístungan sést sæmilega í ratsjá.

12-03-2005 kl. 12:22 Skip.
Ísspöng liggur u.þ.b. 2 sml. utan við Langanes að stað 66°21,2'N 014°27'V. Þaðan liggur hún í austur. Virðist vera autt norðan við Langanes enn sem komið er.
Borgarísjaki á stað 66°41'N 016°02,2'V. Rekur í austur og sést vel í ratsjá.

12-03-2005 kl. 10:03 Skip.
Á leið frá Jan Mayen, siglt  í 200° þar til hann kom að ís á stað 67°50'N 012°20'V. Þaðan siglt í 180° að stað 66°25'N 012°30'V. Þaðan í SV-stefnu að Íslandsströnd. Þaðan 2 sml. frá landi, suður fyrir Grímsey. Síðan siglt í 250°. Þaðan að 66°22'N og síðan vestur um. Ísspöng 66°21,6'N 021°02.5'V að 66°20,4'N 021°11,7'V og 66°20,4'N 021°23,0'V. Þaðan hélt skipið í 300°og ekki mikinn ís að sjá eftir það.

12-03-2005 kl. 09:08 Skip.
Siglum út úr Axarfirði. Ísmolar komnir þangað á stað 66°27'N 016°43,49'V. Sjást ekki í ratsjá.

12-03-2005 kl. 02:35 Skip.
Staddur um 3 sml. NA af Rauðanúp. Sáu þar 3-4 ísjaka sem ekki sáust í ratsjá. Sáust í ljósgeisla frá kastara. En núna kominn skammt austur fyrir Hraunhafnartanga, hefur ekkert frekar séð.

11-03-2005 kl. 20:10 Skip.
Ísrönd liggur í NV-NA frá stað 66°27'N 019°04'V. Einnig sjást stakir jakar austur af staðsetningunni.

11-03-2005 kl. 16:15 Skip.
Mjó spöng á sigligaleið við Óðinsboða í Húnaflóa. Suðurendi spangarinnar er á stað 66°22'N 021°14'V. Nyrsti staður íss sem sést í ratsjá er 66°29'N 021°13'V, u.þ.b. 9,5 sml. norðar. Ísinn er um 100°rv. 9 sml. frá Óðinsboða. Stakir jakar eru utan við fyrrnefnda spöng.

11-03-2005 kl. 11:30 Skip.
Þéttur hafísjaðar lá milli eftirtalinna staða: 66°25'N 021°00'V, 66°25'N 021°09'V og 66°27'N 021°14'V. Stórir stakir jakar voru nokkuð vestar.

11-03-2005 kl. 09:30 Grímsey.
Hafisjaðar er 15-17 sml. í NV til NA frá eynni. VNV af eynni eru stakir jakar í 10-12 sml. fjarlægð.

10-03-2005 Landhelgisgæslan.
TF-SYN landhelgisgæslunnar flugvél fór 10. mars 2005 í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi. Meginísröndin lá um eftirtalda staði:
1) 66°05'N   028°10'V        2) 66°06'N    027°40'V        3) 66°17'N    027°48'V
4) 66°17'N    027°18'V        5) 66°37'N    026°03'V        6) 66°47'N    026°00'V
7) 66°42'N    025°02'V        8) 66°14'N    026°10'V        9) 66°32'N    025°00'V
10) 66°28'N    024°10'V        11) 66°43'N    023°40'V        12) 66°38'N    023°00'V
13) 66°54'N    020°40'V        14) 66°31'N    021°20'V        15) 66°30'N    020°40'V
16) 66°46'N    020°30'V        17) 66°38'N    019°40'V        18) 67°34'N    015°00'V
19) 67°03'N    013°50'V        20) 67°09'N    013°28'V        21) 66°55'N    013°00'V
22) 66°58'N    012°33'V        23) 66°32'N    011°12'V. Þaðan lá ísröndin til norðurs.
Ísfláki með þéttleika 4-6/10 lá á milli 66°43'N 010°35'V og 66°07'N 011°05'V.
Vestan við Hornbjarg var þéttleikinn við ísbrúnina víðast 4-6/10 en þéttari ís 10-15 sml. þar fyrir innan. Austan við Hornbjarg var þéttleikinn við ísbrúnina víðast 7-9/10. Í nágrenni Kolbeinseyjar var þéttleikinn 4-6/10.
Borgarísjakar og stórir jakar sáust á eftirtöldum stöðum:
1) 66°31'N    027°50'V        2) 66°42'N    027°33'V        3) 66°25'N    026°24'V
4) 66°25'N    026°10'V        5) 66°20'N    026°10'V        6) 66°24'N    025°28'V
7) 66°38'N    023°00'V        8) 67°00'N    022°26'V        9) 66°32'N    021°25'V
10) 66°43'N    021°02'V        11) 66°53'N    020°55'V        12) 66°42'N    020°15'V
Ísbrúnin lá næst landi 10 sml. N af Kögri, 20 sml. NA af Geirólfnúpi, 20 sml. NV af Grímsey og 42 sml. NNA af Fonti.

10-03-2005 kl. 15:00 Skip.
Ístunga á stað 66.30N 020.50V, rekur í SSV. Þétt ísrönd liggur í NA frá þessum stað.

09-03-2005 kl. 18:00 Skip.
Ísjaki á stað 66°25,300'N 017°00,600'V. Sést vel í ratsjá. Rekur eina sml. til suðausturs.

09-03-2005 kl. 11:50 Skip.
Höfum í morgun orðið varir við þéttar ísspangir og jakadreif sem virðast liggja um eftirtalda staði:
1) 66°40'N    021°31'V        2) 66°47'N    021°32'V        3) 66°53'N 021°00'V
4) 66°45'N    020°57'V. Virðist hreyfast í ASA. Sést sæmilega í ratsjá.

07-03-2005 Landhelgisgæslan
Mánudaginn 7. mars fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðausturlandi.
Ísflákar lágu á milli eftirfarandi staða:
1) 67°30'N    012°30'V        2) 67°00'N    012°00'V        3) 66°35'N    010°50'V
4) 66°05'N    010°45'V        5) 66°15'N    011°08'V        6) 66°38'N    011°32'V
7) 66°29'N    011°48'V        8) 66°46'N    012°00'V        9) 67°08'N    013°40'V
Þaðan lá ísröndin til norðvesturs.
Sunnan við 66°30'N voru gisnir ísflákar en þar fyrir norðan var þéttleikinn 7-9/10. Víða voru litlir jakar á dreif við ísröndina.
Ísspangir lágu næst landi 43 sml. NA af Langanesi og 73 sml. NA af Glettinganesi.

06-03-2005 kl. 18:23 Skip.
Komum að þéttri ísspöng á stað 66°42,05'N 018°49,53V. Ísspöngin liggur í NV eða NNV. Talsvert um staka jaka vestan við ísspöngina. Sést illa í ratsjá.

06-03-2005 kl. 15:03 Skip.
Borgarísjaki á stað 66°51'N 018°34'V. Sést vel í ratsjá.

06-03-2005  kl. 13:00 Grímsey
Stakur jaki 4 sml. S af Grísmey. Hreyfist til austurs.

06-03-2005 kl. 10:25 Grímsey
Nokkuð stór jaki 2,5 sml. SV af eynni. Rekur hratt í austur. Sést illa í ratsjá.

05-03-2005 kl. 11:00 Skip.
Staddir á 66°18,2'N 012°22,5'V. Hafís er um 3 sml. NA frá þessum stað og ísspöng liggur NA-SA og mikið íshrafl í kring.

04-03-2005 Landhelgisgæslan
Föstudaginn 4. mars fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Ísröndin lá á milli eftirfarandi hnita:
1) 66°05'N    025°00'V        2) 66°18'N    024°45'V        3) 66°29'N    023°55'V
4) 66°39'N    023°30'V        5) 66°43'N    022°45'V        6) 66°50'N    022°10'V
7) 67°05'N    021°25'V        8) 66°34'N    021°10'V        9) 67°00'N    020°55'V
10) 67°00'N    020°15'V        11) 66°44'N    020°35'V        12) 66°55'N    020°00'V
13) 66°51'N    019°34'V        14) 66°38'N    019°10'V        15) 67°18'N    019°05'V
16) 67°28'N    017°30'V        17) 67°02'N    016°40'V        18) 67°15'N    016°00'V
19) 67°00'N    015°00'V
Þéttleiki ísrandar var 7-9/10 og ísdreifar í tungum um 3-5 sml. frá ísrönd.
Ísröndin var næst landi: 13 sml. NV af Kögri og 18 sml. NNV af Horni.
Á stað 66°31'N    023°09'V, radíus u.þ.b. 3,5 sml. voru ísmolar sem sjást illa í ratsjá.

04-03-05 kl. 09:30 Hafísviðvörun.
Búast má við ís á siglingaleiðum við norðanverða Vestfirði. Líklegt má telja að ísrek sé víðar úti fyrir Norðulandi þó ekki hafi borist um það fregnir síðustu dægur.

04-03-05 kl. 08:49 Skip.
Ís á 66°25'N 023°25'V, 6,1 sml til 11 sml undan Rit er ísdreif sem sést illa í ratsjá og rekur til austur.

03-03-2005 kl. 12:34 Skip.
Staddir á 67°08'N 015°45'V. Enginn ís sjáanlegur hvorki í ratsjá né með berum augum. Gott skyggni.

01-03-2005 Landhelgisgæslan
Þriðjudaginn 1. mars fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum.
Gisinn ís og ísdreifar lágu á milli eftirfarandi hnita:
1) 66°40'N    013°15'V        2) 67°08'N    014°55'V        3) 66°52'N    016122'V
4) 66°52'N    017°00'V        5) 67°16'N    018°30'V        6) 66°52'N    019°50'V
7) 66°42'N    019°38'V        8) 66°31'N    020°25'V        9) 66°40'N    020°58'V
10) 66°31'N    021°30'V        11) 66°52'N    022°06'V        12) 66°38'N    022°50'V
13) 66°47'N    023°45'V
Þéttleiki 1-3/10 fyrir austan 15°00'V en 1/10 vestur af því.
Ísdreifar voru næst landi: 37 sml. ANA af Langanesi, 20 sml. N af Sléttu, 29 sml. N af Grímsey, 24 sml. N af Skagatá, 10 sml. N af Kögri og 31 sml. V af Straumnesi.


Ísröndin lá á milli eftirfarandi hnita:
1) 67°00'N    023°40'V        2) 66°22'N    026°20'V        3) 66°14'N    026°18'V
4) 66°03'N    026°55'V        5) 66°00'N    028°08'V        6) 65°54'N    028°05'V
7) 65°54'N    028°22'V        8) 65°35'N    028°55'V        9) 65°25'N    030°00'V
Þéttleiki ísrandar var 10/10 og ísdreifar í tungum um 3 sml. frá ísrönd.
Ísröndin var næst landi 34 sml. NV af Straumnesi og 56 sml. VNV af Bjargtöngum.

01-03-2005 kl. 10:07 Skip.
Staddir á 66°24,8'N 021°18,5'V. Þónokkrir ísjakar á víð og dreif. Geta reynst hættulegir í slæmu skyggni.

27-02-2005 kl. 12:45 Skip.
Staddir á 67°17,9'N 014°38,2'V. Þétt ísspöng 2 sml. fyrir norðan okkur sem liggur NV-A.
Sigldum í gegnum mikið íshrafl á 67°14,3'N 014°33,1'V.

21-02-2005 kl. 22:13 Skip.
Ísspöng 1.9 sml. norður af Kögri. Sést sæmilega í rastjá.

21-02-2005 kl. 09:00 Skip.
Ísspöng á stað 66°26'N 023°26'V u.þ.b. 7 sml. frá Rit. Liggur í norðaustur. Rekur með einnar sjómílu hraða til austurs.

18-02-2005 kl. 04:55 Skip.
Fórum í gegnum íshrafl á stað: 66°23,6'N 023°38,8'V. Sást mjög illa í ratsjá.

17-02-2005 Landhelgisgæslan.
Fimmtudaginn 17. febrúar fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Ísröndin lá á milli eftirfarandi hnita:
1) 66°30'N    025°10'V        2) 66°27'N    024°45'V
3) 66°30'N    024°00'V        4) 66°42'N    024°15'V
5) 66°52'N    024°00'V        6) 66°43'N    023°00'V
7) 66°55'N    022°30'V        8) 67°10'N    023°45'V
9) 67°20'N    023°30'V       10) 67°25'N    022°50'V
11) 67°32'N    022°47'V      12) 67°27'N    022°12'V þaðan lá ísröndin til norðausturs.
Þéttleiki ísrandarinn var 4-6/10 næst röndinni en 7-9/10 1-2 sml. fyrir innan röndina.
Gisnar ísrastir voru víða meðfram ísröndinni og víða var nýmyndun sunnantil.
Ísspangir lágu næst landi 15 sml. norður af Kögri. Meginísröndin var 30 sml. norðvestur af Straumnesi.
Stór ísfleki var á stað 67°07'N    022°34'V

17-02-2005 kl. 10:58 Skip.
Ísspöng á stað 66°33'N 024°04'V. Þaðan liggur hún í norðvestur. Sést þokkalega í ratsjá og rekur hratt undan vestanáttinni.
Næst landi 24 sml. frá Straumnesi og 29 sml. frá Deild.

14-02-2005 kl. 06:20 Skip.
Komum að ísrönd sem liggur milli eftirtalinna punkta:
67°25'N 021°40'V, 67°23'N 021°25'V, 67°18'N 021°26'V. Sést vel í ratsjá.

13-02-2005 kl. 13:35 Skip.
Komið að ís á stað 67°17'N 023°36'V. Þaðan liggur röndin í NA og SSA svo langt sem séð verður. Þéttleiki 6-8/10. Nokkrir stakir jakar S og SA af ísröndinni. Sést vel í ratsjá.

13-02-2005 kl. 01:30 Skip.
Komum að nokkuð samfelldri ísrönd á stað 66°30'N 024°56'V. Liggur þaðan í NA að 66°38'N 024°41'V. Sést vel í ratsjá.

10-02-2005 Landhelgisgæslan
Fimmtudaginn 10. febrúar fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Ísröndin lá á milli eftirfarandi hnita:
1) 66°47'N    027°20'V        2) 66°47'N    026°35'V
3) 67°00'N    026°00'V        4) 67°00'N    025°00'V
5) 66°52'N    024°50'V        6) 67°35'N    023°25'V
7) 67°45'N    022°20'V        8) 67°50'N    022°10'V
9) 67°45'N    021°55'V       10) 68°00'N    019°10'V. Þaðan lá ísröndin til norðurs.
Þéttleiki ísrandarinnar var 4-6/10 næst röndinni en 7-9/10, 1-2 sml. fyrir innan röndina.
Gisnar ísrastir voru víða meðfram ísröndinni og víða var nýmyndun sunnantil.
Ísröndin var næst landi 48 sml. NV af Straumnesi.

04-02-2005 Landhelgisgæslan.
Föstudaginn 4. febrúar fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Ísröndin lá á milli eftirfarandi hnita:
1) 67°05'N    024°25'V        2) 67°02'N    023°40'V
3) 67°17'N    022°32'V        4) 67°36'N    021°10'V
5) 67°50'N    020°00'V        6) 68°00'N    018°31'V

04-02-2005 kl. 17:05 Skip.
Erum staddir innan um ís á 67°29'N 022°10'V. Ísinn er dreifður. Litlar spangir á víð og dreif virðast liggja frá NA - SV.

31-01-2005  Landhelgisgæslan.
Mánudaginn 31. janúar fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Vegna veðurs var einungis um ratsjárathugun að ræða.
Ísröndin lá á milli eftirfarandi hnita:
1) 67°09'N    024°45'V        2) 66°54'N    024°45'V
3) 67°03'N    022°00'V        4) 66°45'N    021°47'V
5) 66°47'N    021°05'V        6) 66°38'N    021°05'V
7) 66°48'N    020°55'V        8) 67°19'N    020°55'V.
Ísröndin var næst landi 21 sml. norður af Horni.

30-01-2005 kl. 18:55 Skip.
Staddir á 66°42'N 020°42'V. Ísinn  NV við skipið. Komumst fyrir ísinn á 66°35'N 021°06'V. Liggur u.þ.b. í 12 mílur 240°.

30-01-2005 kl. 17:28 Skip.
Sjáum ísbreiðu. Er á 66°46'N 020°01'V. Á eftir 3 sml. í ísinn.

30-01-2005 kl. 05:52 Skip.
Erum á stað 66°51'N 020°39'V. Héðan liggur ísbreiða í NNA og síðan í V. Hér virðist vera horn á ísnum og töluvert magn. Vorum búnir að sigla suður með ísbreiðunni í um 4-5 sml. Ísbreiðan sást í um 7 sml. á ratsjá.

30-01-2005 kl. 04:00 Skip.
Ísspöng á 66°56'N og 020°27'V.

26-01-2005 kl. 15:45 Skip
Sama skip tilkynnir: Komið var á ný að hafísjaðri og siglt fyrir horn ísbreiðu á stað 67°13'N og 23°13'V

26-01-2005 kl. 15:00 Skip
Siglt var meðfram þéttum hafísjaðri frá stað 66°58'N og 24°22'V að stað 67°07'N og 23°30'V. Jaðarinn liggur í norður og síðan norðvestur frá Straumnesi og Kögri.

21-01-2005 kl. 18:16 Landhelgisgæslan
Stór borgarísjaki á stað 65°38'N 021°22'V.

18-01-2005 kl. 15:00 Skip.
Stór borgarísjaki á stað 65°50'N 021°07'V. Sést vel í ratsjá.

13-01-2005 kl. 14:26 Landhelgisgæslan
Borgarísjaki á stað 66°02'N 021°13'V.

06-01-2005 kl. 11:59 Litla-Ávík
Borgarísjaki 5-6 km NA af Reykjaneshyrnu. Jakabrot í kring.

 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica