Haf- og borgarístilkynningar 2003

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Tilkynningar í tímaröð

15-12-2003 kl. 11:30 Lágmúli á Skaga.
Lítill borgarísjaki stendur á grunni 3/4 úr mílu frá landi norðaustur frá Lágmúla. Hann er vestan siglingaleiðar, í suður frá Þursaskeri.

10-12-2003 kl. 12:36 Skip.
Borgarísjakinn fyrir norðan er nú á stað 66°29'N 019°29'V. Byrjað er að molna úr honum. Sést vel í ratsjá.

 

07-12-2003 kl. 17.04 Skip.
Ísdreifar á 66°16'N 026°18'V. Ísbrúnin vestur og norður af þessari staðsetningu.

 

07-12-2003 kl. 03.40 Skip.
Sjáum ís á 66°54'N 019°37'V og 66°50'N 019°36'V. Sést vel í ratsjá.

 

04-12-2003 Landhelgisgæslan

Fimmtudaginn 4. desember 2003 var flugvél Landhelgisgæslunnr, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Vestfjörðum. 
Komið var að ísrönd á stað 66°04'N 028°29'V og henni fylgt til NA um eftirtalda staði:

 1.    66°04'N    028°29'V         2.    66°27'N    027°32'V
 3.    66°15'N    027°13'V         4.    66°30'N    026°36'V
 5.    66°30'N    026°16'V         6.    66°43'N    026°30'V
 7.    66°58'N    026°15'V         8.    67°16'N    026°10'V
 9.    67°30'N    025°00'V        10.   67°48'N    024°13'V þaðan lá ísröndin til norðausturs.

Þéttleiki ísbrúnarinnar var víðast hvar 7-9/10 en heldur gisnari eða 4-6/10 þegar norðar dró. 
Með ísbrúninni var ísmyndun sjáanleg en eldri ís norðvestan við. Stærri ísjakar á stöku stað inni í ísnum. 
Einn borgarísjaki var sjáanlegur á stað: 67°47'N    026°00'V.
Næst landi var ísbrúnin um 66 sml. VNV frá Barða.

 

02-12-2003 kl. 11:45 Lágmúli á Skaga.
Borgarísjakinn í grennd við Selnes hefur minnkað mikið. Hann stendur nú á grunni úti fyrir Hóli á Skaga. Athugunarstaður er 65°57,56'N 019°56,36'V, en jakinn er um það bil 1 km austar. Hann er strýtumyndaður, 15m hár og  ekki á siglingaleið. 

 

28-11-2003 kl. 10:00 Lágmúli á Skaga.
Jakann sem tilkynnt var um í gær hefur rekið til suðurs en er utan siglingaleiðar inn Skagafjörð.

 

27-11-2003 kl. 11:15 Lágmúli á Skaga.
Nokkuð stór borgarísjaki austur af Selnesi í Skagafirði.
Virðist vera strandaður á 35-40 faðma dýpi. Gæti rekið inn með og austur á flóðinu. Jakinn var mikið austar og norðar í gær. Sami jaki og Hraun hefur verið að tilkynna.

 

24-11-2003 kl. 15:08 Sauðanesviti
Stór borgarísjaki sést í norðvesturátt frá stöðinni í 60-70 km fjarlægð.

 

22-11-2003 kl. 23:45 Skip.
Stór borgarísjaki á 66°29,3'N 022°16,8'V. Sést vel í ratsjá.

 

22-11-2003 kl. 21:00 Hraun á Skaga.
Borgarísjakinn hefur mjakast aðeins nær og stendur nú á grunni í NA frá Skagatá. Stöðugt brotnar úr jakanum og getur því sigling verið varasöm í dimmu inn með landinu.

 

15-11-2003 kl. 14:54. Skip.
Sjáum tvö borgarbrot á Skagafirði rv. 119°, 6.3sml. frá Skagatá. Geta verið hættuleg minni bátum.

 

13-11-2003 kl. 15:00 Hraun á Skaga.
Borgarísjaki í 5 sml. norður frá Skagatáarvita, annar kominn inn á Skagafjörð. Frá honum smájakar á reki.

 

12-11-2003 kl. 15:30 Skip.
Borgrísjaki 6,7 sml. NA af Skagatá á stað 66°13,7'N 020°03,7'V. Sést vel í ratsjá.

 

11-11-2003 kl. 12:00 Hraun á Skaga.
Hafísjakinn sem verið hefur hér út af undanfarið hefur færst lítillega nær landi. Úr honum hefur brotnað og eru þrír jakar á reki 4-5 sml. NA af Skagatá. Sigling getur verið varasöm í dimmu.

 

11-11-2003 kl. 04:00 Skip.
Borgarís á 67°18,9'N 025°52,7V.

 

10-11-2003 kl. 11:47 Skip.
Sjáum 3 borgarísjaka nálægt stað 66°45'N 026°55'V. Sjást vel í ratsjá.

 

06-11-2003 kl. 18:14 Hraun á Skaga.
Allstór borgarísjaki stendur á grunni á skipaleið í norður frá Skagatá. Talsvert brotnar úr jakanum og er því talsvert ísrek frá honum.

 

04-11-2003 kl. 23:39. Skip
Stór borgarísjaki á 66°17,50'N 019°59'V. Sést vel í ratsjá.

 

03-11-2003 kl. 15:00 Hraun á Skaga.
Borgarbrotin sem getið var um í morgun eru komin í smámola upp að fjörum. Borgarísjaki sést nú nokkuð djúpt á siglingaleið í NNA frá Skagatá.

 

03-11-2003 kl. 09:10 Hraun á Skaga.
Nokkuð stór borgarbrot, u.þ.b. 3 sml. NNV frá Skagatá.

 

30-10-2003 kl. 13:15 Flugvél
Stór borgarísjaki 25-30 sml NNA af Skagatá.

 

24-10-2003 kl. 14:00 Skip
Tveir litlir ísjakar (borgarbrot) NA af Strandagrunni á stað: 67°08'N 020°27'V. Sjást sæmilega í ratsjá.

 

23-10-2003 kl. 16:56 Skip.
Borgarís á stað 67°11'N 021°21'V. Stakir jakar umhverfis aðaljakann. Aðaljakinn sést vel í ratsjá en hinir jakarnir ekki.

 

06-10-2003 kl. 17:50 Skip.
Borgarísjaki á stað: 65°50'N 026°57'V. Sést vel í ratsjá.

 

18-09-2003 kl. 01:01 Skip.
Borgarísjaki á 67°10,7'N 022°03,6'V. Sést vel í ratsjá.

 

17-09-2003 kl. 16:30 Vegfarandi
Mjög stór borgarísjaki beint út frá Lónkoti í Skagafirði u.þ.b. 1-2 km frá landi. Borgarbrot í kring.

 

16-09-2003 kl. 21:31 Skeiðfaxi
Borgarísjaki á 66°17,25'N 020°00,75'V. Sést vel í ratsjá.

 

16-09-2003 kl. 18:20 Litla-Ávík
Mjög víða jakabrot frá Sæluskeri (Selskeri) og austur um að Gjögurvita. Mjög hættulegir skipum.

 

16-09-2003 kl. 12:45 Skip
6 jakar hafa brotnað frá stóra jakanum sem er á stað: 66°04,74'N 019°32,93'V. Þeir eru stórhættulegar skipum og sjást illa í ratsjá. 4 sml. NA af stóra jakanum er stórt brot sem er hættulegt og sést illa.

 

16-09-2003 kl. 09:00 Sauðárkrókur. (þorsteinn Sæmundsson)
Stóran borgarísjaka ber í Málmey séð frá Sauðárkróki (við nánari athugun reyndist hann heldur norðar en ætlað var í fyrstu)

16-09-2003 
Stór jaki sést í ratsjá á 66°02'N 021°16,3'V. Minni brot sem sjást ekki í ratsjá.

16-09-2003 kl. 01:15
Stór borgarísjaki á 66°00,49'N 021°10,45'V. Varasamur í myrkri.

15-09-2003 kl. 09:34. Litla-Ávík
Borgarísjaki 10 km NNA af Reykjaneshyrnu og annar minni upp í landsteinum norðan við Hyrnuna. Þriðji jakinn og sá hæsti austur af Selskeri og dýpra úti.

 

14-09-2003 kl. 21:35. Vegfarandi
Borgarísjaki sást á reki inn Skagafjörð. Hann var við Málmey í Skagafirði um kl. 18:00 í dag og getur verið varasamur sjófarendum í myrkri.

 

12-09-2003 kl. 12:00 Hraun á Skaga.
Borgarísjaki 4-6 sml. norður frá Skagatáarvita.

 

10-09-2003 kl. 20:30 Skip.
Borgarísjaki á 66°25,2'N 019°58,6'V og íshröngl í kring. Sést vel í ratsjá.

 

09-09-2003 kl. 07:30 Skip.
Borgarís umkringdur smærri jökum á stað 67°09'N 018°41'V.

 

08-09-2003 kl. 16:00 Landhelgisgæslan.

Borgarísjakar á eftirtöldum stöðum:
1.    67°05'N    017°47'V        2.    66°37'N    018°33'V
3.    67°06'N    023°41'V        4.    66°36'N    026°04'V
5.    66°33'N    025°38'V        6.    66°34'N    025°25'V
Jakarnir voru flestir stórir og sjást vel í ratsjá.

 

01-09-2003 kl. 17:50 Skip.
Stór og flatur ísjaki er á stað 66°49'N 024°12'V. Sést frekar illa í ratsjá.

30-08-2003 kl. 20:30 Skip
Stór borgarísjaki á 67°04'N 022°58'V.

27-08-2003 kl. 10:06 Skip.
Stór borgarísjaki á 67°02'N 023°05'V. Rekur í austurátt með 2 hnúta hraða. Líklegt að smærri jakar séu  umhverfis hann. Stóri jakinn sést auðveldlega bæði með berum augum og í ratsjá.

17-08-2003 Skip
Stór borgarísjaki á 66°46,17'N 025°12,95'V og annar á 66°45,82'N 025°13,28'V.

16-08-2003 Skip
Flatur ísjaki á stað 67°07'N 022°07'V. Sést vel í ratsjá.

16-08-2003 Skip
Tveir borgarísjakar sem sjást vel í ratsjá á 67°06'N 022°22'V og 67°05'N 022°22'V. Stakir litlir jakar í kring.

 

30-06-2003 Landhelgisgæslan.
Mánudaginn 30. júní 2003 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.

Ísröst að þéttleika 1-3/10 á eftirfarandi staðsetningum:
1.    67°02'N    025°58'V (suðurendi) 2.    67°05'N    025°49'V,
3.    67°08'N    025°43'V,        4.    67°09'N    025°33'V (norðurendi)
Ísrönd að þéttleika 4-6/10 á eftirfarandi staðsetningum:
1.    66°56'N    026°40'V        2.    66°58'N    026°29'V
3.    67°04'N    026°23'V        4.    67°04'N    026°31'V
5.    67°06'N    026°26'V        6.    67°09'N    026°19'V
7.    67°08'N    026°13'V        8.    67°08'N    026°04'V
9.    67°11'N    025°57'V       10.   67°11'N    025°49'V
11.  67°14'N    025°45'V       12.   67°14'N    025°57'V
13.  67°12'N    026°06'V       14.   67°14'N    026°11'V
15.  67°12'N    026°12'V       16.   67°14'N    026°20'V
17.  67°16'N    026°17'V       18.   67°18'N    026°04'V
19.  67°21'N    026°07'V       20.   67°27'N    026°19'V
21.  67°27'N    026°33'V.
Talsvert var af stökum jökum út frá megin röndinni.
Borgarís á stað 67°29'N    025°56'V.

  

23-05-2003 Landhelgisgæslan.

Föstudaginn 23. maí 2003 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Komið var að ístungu sem lá um eftirtalda staði:
1.    66°30'N    027°45'V        2.    66°20'N    027°22'V
3.    66°20'N    026°50'V        4.    66°46'N    027°26'V
5.    67°07'N    026°55'V og þaðan til norðausturs.
Þéttleiki ístungunnar var víðast hvar 4-6/10.
Næst landi var ístungan um 70 sml. NV af Bjargtöngum.
Þá sást eitt borgarbrot á stað: 66°34'N    026°53'V.

 

16-05-2003 kl. 11:00 Flugvél.

Komið var að ísrönd í gær (15. maí) um hádegisbil á stað 66°57,6'N 025°56,9'V (40°misvísandi, 270°réttvísandi). Þéttleiki 4/10. Þéttist þegar vestar dró. Á stað 67°03,8'N 026°19,1'V var þéttleikinn 7/10. Gisnaði aftur í 2-3/10, en á stað 67°36,2'N 028°22,0'V þéttist hann aftur í 8/10.

 

16-01-2003 kl. 23:20 Skip.

Borgarísjaki á 65°37'N 027°40'V. Jakinn er á hraðri suðurleið og sést mjög vel í ratsjá.

 

08-01-2003 Landhelgisgæslan.

Miðvikudaginn 8. janúar 2003 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.

Komið var að ísrönd á stað 66°52'N 027°30'V og var henni fylgt til NA um eftirtalda staði:

 1.    66°38'N    027°58'V         2.    66°28'N    027°00'V

 3.    66°35'N    027°24'V         4.    66°43'N    026°50'V

 5.    67°04'N    026°10'V         6.    67°09'N    026°52'V

 7.    67°12'N    026°00'V         8.    67°32'N    026°00'V

 9.    67°26'N    025°00'V        10.   66°58'N    024°38'V

11.   67°30'N    023°00'V        12.   67°36'N    023°35'V og þaðan til norðurs.

Þéttleiki ísbrúnarinnar var víðast hvar 4-6/10 vestan við 25°00'V en 7-9/10 austan við.

Næst landi var ísbrúnin um 48 sml. NV af Straumnesi.

 

03-01-2003 Landhelgisgæslan.

Stór borgarísjaki og borgarbrot umhverfis hann  á stað 66°45,7'N 023°35,4'V. Borgarísjakinn sést vel í ratsjá en smærri jakarnir ekki

 

 

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica