Erlendar hafíssíður

Síðurnar opnast á nýjum vef og í nýjum vafraglugga

Sigþrúður Ármannsdóttir 30.3.2006

Norrænar veðurstofur

Danska veðurstofan birtir sín ískort á netinu: Velja þarf "Grönland" (sem er efst á síðu í ljósbláum ramma) þá "Iskort" og loks "Ugekort", "Kort 1" eða "Kort 2". "Ugekort" sýnir ís umhverfis allt Grænland og kemur út vikulega (á mánudögum) eins og nafnið gefur til kynna. "Kort 1" sýnir ís við Suður-Grænland og "Kort 2" sýnir ýmist ís við Vestur- eða Austur-Grænland. Einnig er hægt að fara beint inn á ískortasíðuna. Kortin eru ýmist byggð á gervitunglamyndum eða ískönnunarflugi Grænlensku ísmiðstöðvarinnar.

Norska veðurstofan (Meteorologisk Institutt) gefur út ískort sem byggð eru á gervitunglamyndum og upplýsingum frá skipum og flugvélum. Kortin eru uppfærð daglega (virka daga) og eru oftast komin á vefinn um eða upp úr hádegi.

Danska fjarkönnunarmiðstöðin (Danish Center for Remote Sensing) birtir ljósmyndir, hitamyndir og örbylgjumyndir (passive microwave images) sem sýna ísjaðarinn. Á fyrstu síðu er hægt að velja kort dagsins (hægra megin í ramma) og síðan DenmarkStrait ef skoða á svæðið fyrir Ísland en GreenlandSea sýnir svæðið við Scoresbysund og þar norður af. Með því að velja "Interactive icebrowser (á fyrstu síðu), smella síðan á kortið af norðurhveli og "amsr.n.ice.atlantic" úr glugga sem er efst fyrir miðju fæst svæðið við Ísland. Hægt er að stækka myndina með því að smella á zoom+ (í gráum borða vinstra megin á síðu). Farið síðan í glugga hægra megin á síðu og þar gefst færi á að bæta bauganetinu, strandlínum, jafndýptarlínum, staðarnöfnum, ölduspám o.fl.inn á myndirnar, smellið síðan á toggle. Örbylgjumyndir eiga að heita óháðar birtu og skýjahulu, sem kemur sér afar vel við hafísathuganir. Vandinn er að spangir, stakir jakar og nýmyndaður ís koma ekki alltaf fram á myndunum þegar upplausnin er svona lítil. Sjá má hreyfimyndir sem sýna útbreiðslu hafíss við Grænland, árin 1978-1998

Gervitungl og fjarkönnun

Gervitunglamóttökustöðin í Dundee Skotlandi (Dundee Satellite Receiving Station) birtir daglega nokkrar ljós- og hitamyndir af Norður Atlantshafi. Viðkomandi þarf að skrá sig á lista stofnunarinnar og setja inn lykilorð til að fá aðgang að myndunum. Þetta kostar ekkert og skráningin tekur nánast enga stund. Veljið "register for free images" og fylgið leiðbeiningum. Eftir það er hægt að tengjast inn á "home for registered users" og þaðan er hægt að velja mynd af því tímabili sem hentar. Með því að smella á t.d. Latest Image fæst listi af mismunandi ljós- og hitamyndum. Ljósmyndirnar (channel 1 og 2) eru full dökkar yfir vetrarmánuðina þannig að hitamyndirnar (ch. 3-5) henta betur þá. Vegna skýja er oft erfitt að átta sig á legu íssins á þessum myndum.

Ísmiðstöðin (National Ice Center) í Bandaríkjunum birtir hálfsmánaðarlega kort af öllu Norðurhveli. Velja þarf "Products" efst í bláa borðanum og því næst "Arctic Ice Charts/GIS Metadata/Coverage Files" þá koma upp kassar þar sem hægt er að velja m.a. um litakort og svarthvít kort af því hafsvæði sem óskað er eftir. Til að finna íslensk hafsvæði er besta að velja t.d. Greenland Sea South eða Greenland Sea Central. Þessi kort eru byggð á ýmsum gervitunglamyndum (ljósmyndir, hitamyndir, örbylgjumyndir og ratsjármyndir) og í sumum tilfellum líka ískönnunarflugi og skipatilkynningum. Ratsjármyndir eru mun nákvæmari (meiri upplausn) en örbylgjumyndirnar og eru einnig óháðar birtu og skýjahulu (svokallaðar SAR myndir, "synthetic aperture radar"). Þau gögn sem notuð eru til grundvallar eru skráð í hornið á ískortunum hverju sinni, svo og viðeigandi dagsetningar.

National Snow and Ice Data Center birtir gjarna fróðleiksmola um hafís og tengd málefni.

Kanadíska ísþjónustan (Canadian Ice Service) fylgist með hafís á kanadískum hafsvæðum, bæði með flugvélum og gervitunglum og býr daglega til ískort samkvæmt þeim upplýsingum. Þegar það tungumál sem fólk kýs að nota (enska, franska) hefur verið valið, birtist ný síða og sé dokað þar við í u.þ.b. 10 sekúndur kemur sjálfkrafa upp önnur. Á henni er kort af kanadískum hafsvæðum og með því að smella á eitthvert þessara svæða t.d. East Coast, birtist síða þar sem eru nokkur lítil ískort af austurströndinni. Sé smellt á eitthvert þeirra opnast það í nýjum glugga í stækkaðri mynd. Til að fá það kort sem óskað er eftir, getur þurft að fara neðarlega á síðuna með bendlinum þar sem nýjustu kortin eru alltaf efst. Hver litur táknar ákveðinn þéttleika íssins og eru útskýringar þar að lútandi neðst á síðunni. Einnig er ástand íssins gefið til kynna með eggjatáknum og lit. Fá má upplýsingar um borgarísrek af kanadísku síðunni ásamt fróðleiksmolum um haf- og borgarís.

Rússneska heimskautastofnunin (Arctic and Antartic Research Institute) gefur vikulega (á miðvikudögum) út ískort sem eru byggð á gervitunglamyndum. Þar er hægt að skoða ískort alveg aftur til 1997. Einnig gera þeir sex daga spá þar sem þeir áætla hvernig lega hafísjaðarsins muni verða og sjö daga kort fyrir svæði á norðurhveli. Svæði valið með því að smella á það.

Vefsíðan Polar Data Catalogue er rekin af Canadian Cryospheric Information Network.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica