Grunnvatnsmælingar

Grunnvatnsmælingar

Vatnajarðfræðilegir eiginleikar jarðlaganna ráða bæði magni og gæðum grunnvatns. Ungt berg - frá seinni hluta kvarters og nútíma (yngra en 0,7 milljónir ára) - er yfirleitt lekt. Má þar nefna nútímahraun, grágrýti, bólstraberg og óummyndað móberg. Jarðmyndanir frá þessum tíma eru víða sundursaxaðar af opnum sprunguskörðum, sem auka í senn á lektina og skapa um leið misleitni í henni, er beinir grunnvatnsstraumum í ákveðnar áttir. Straumar þessir spretta víða fram í vatnsmiklum lindum, einkum við jaðar hins síðkvartera svæðis, undan hraunbreiðum og fram úr sprunguskörðum. Grunnvatn liggur það djúpt í þessum jarðmyndunum að þess gætir lítt eða ekki í lausum jarðlögum á yfirborði.

Rannsóknir hafa til að mynda verið gerðar á eðli og uppruna grunnvatns norðan Hofsjökuls og jarðfræðilegum aðstæðum sem hafa áhrif á það (Freysteinn Sigurðsson, 2004), og á grunnvatni og vatnajarðfræði á Skaftársvæðinu (Ríkey Hlín Sævarsdóttir, 2002).

Freysteinn Sigurðsson (2004). Vatnasvið jökulánna í Skagafirði. Grunnvatn og grunnvatnsaðstæður (PDF 5,4 Mb).

Ríkey Hlín sævarsdóttir (2004). Vatnasvið jökulánna í Skagafirði. Stakar rennslismælingar (PDF 1 Mb).



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica