Aur- og efnamælingar

Aur- og efnamælingar

Hvergi í heiminum er slík gnægð ferskvatns á hvern íbúa landsins og hér á landi. Vatnsauðlindin er því mikilvæg náttúruauðlind þar sem rannsóknir hafa verið fastur liður í umhverfisvernd undanfarna hálfa öld. Stór hluti vatnsins, bæði grunnvatn og yfirborðsvatn, kemur frá jöklum sem þekja um það bil 10% landsins. Flestar stórar ár eru jökulár sem bera mikinn framburð með sér frá jöklum til sjávar.

Í stærstu jökulám landsins er gífurlegt magn aurburðar. Aurburðar- og efnamælingar skipta miklu í öllum umhverfisrannsóknum og varða:

  • jökulrof, jökulhlaup, framhlaup jökla
  • breytingar á farvegum og strandsvæðum
  • flutning efna með aurburði til sjávar
  • langtímabreytingar, t.d. tengdar veðurfari

Fjölmargt hefur áhrif á aurburð í ánum, meðal annars athafnir manna, svo sem notkun lands, gerð vatnsaflsvirkjana og náttúrufar á borð við flóð af völdum vatnsveðurs, jökulhlaup og breytingar á jöklum. Þekking sem varðar aurburð er afar mikilvæg, bæði til þess að meta umhverfis- og verkfræðilega þætti virkjana í ánum, og sem grundvöllur jöklarannsókna, svo sem breytingar á stærð þeirra og landeyðingu.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica