Grunnvatnsrannsóknir

Grunnvatn á Íslandi

Ferskvatn er ein af auðlindum landsins sem gnótt er af þótt þeim gæðum sé misskipt milli landshluta. Best og tryggast er ferskvatn sem unnið er úr jörðu, en eiginleikar jarðlaganna ráða bæði magni og gæðum grunnvatns.

Grunnvatn er tiltölulega efnasnautt á Íslandi og laust við mengun. Styðja má rökum að ferskvatnið sé full efnasnautt til manneldis, en auðveldara er að efnabæta þegar þess er þörf heldur en að nema óæskileg efni brott. Mengun þarf að varast. Umferð hefur aukist um viðkvæm vatnatökusvæði sem fram að því höfðu verið utan alfaraleiðar. Víða vantar jarðvegsþekju á berggrunninn sem gæti hlíft grunnvatni fyrir mengun af almennri umferð. Taka ferskvatns til almenningsnota og einkanota hefur aukist. Jafnframt verða kröfur um hreinleika vatnsins sífellt strangari og gildir það jafnt um almenningsnot og matvælaiðnað.

Vatnatilskipun Evrópusambandsins (pdf 0,5 Mb) frá 2000 var innleidd að hluta á Íslandi 2007 og hefur gildi lagareglna um vatnstöku, vatnsvernd og eftirlit. Umhverfisráðuneytið er eftirlitsaðili.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica