Greinar

Skaftárhlaup í október 2015

Ljósmyndir úr könnunarferð 1. - 2. október og flugi viku síðar

3.10.2015

Í könnunarferð að jaðri Skaftárjökuls 1. október (sjá frétt) mátti sjá að hlaupið hafði í upphafi brotist upp úr jöklinum á nokkrum stöðum. Breiðir svartir taumar sáust og dreif af ísjökum lá niður jökulinn. Rennsli upp í gegnum jökulinn mun þó ekki hafa staðið lengi. Daginn eftir var komið að Sveinstindi. Slóð leiðangursmanna má sjá í hnitum á korti. Annað kort sýnir nokkur örnefni á svæðinu (ja.is).

Gengið að uppbrotunum í jöklinum 1. okt. 2015. Ljósmynd frá Bergi Einarssyni:


Neðangreindar ljósmyndir og skýringar eru frá Tómasi Jóhannessyni (teknar 1.-2. okt. 2015):

Hlykkjótt rás, um metri að dýpt, sem hlaupið bræddi í yfirborði jökulsins.

Yfirborð jökulsins var þvegið af hlaupinu sem skolaði einnig sand af drýlum og má af því merkja dýpt flæðisins sem víða var um og yfir hálfur metri (sjá skörp skil á hvítu og svörtu hér til hægri).

Vestasta útfallið á sandinum framan við jaðar Skaftárjökuls.

Næstvestasta útfallið á sandinum framan við jaðar Skaftárjökuls.

Tjaldað var nokkuð frá árbakkanum til þess að halda sig í öruggri fjarlægt frá hugsanlegri brennisteinsmengun um nóttina.

Hlaupið breiddi úr sér yfir sléttlendið sunnan Langasjávar. Mynd tekin skammt vestan vatnshæðarmælis við Sveinstind.

Hlaupið steypist niður flúðir og ofan í gljúfur skammt vestan vatnshæðarmælis við Sveinstind.

Hér sést myndskeið af því sama.

Könnunarflug 10. október 2015

Eystri Skaftárketill að loknu hlaupi. Ljósmyndirnar hér að ofan tók Tómas Jóhannesson.

Könnunarflug 14. október 2015

Leifar af undirstöðum GPS tækisins sem var 100 m ofar og er horfið. Ljósmyndina tók Benedikt G. Ófeigsson.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica