Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra - staðan 2007

Halldór Björnsson 27.9.2013

Á nokkurra ára fresti birtir vísindanefndin yfirlitsskýrslur, sem eru í raun ritröð um ástand þekkingar hverju sinni. Slík skýrsla kom út árið 2007 (s.n. fjórða yfirlitsskýrsla, á ensku Assessment Report 4 eða AR4). Útgáfa yfirlitsskýrslunnar á sér stað í nokkrum skrefum, en hver vinnuhópur gefur út sjálfstætt rit. Jafnframt því sem textinn að skýrslu hvers hóps er samþykktur er gefin út stutt greinargerð sem nefnd er „samantekt fyrir stefnumótendur" (Summary for Policymakers, SPM).

Snemma í febrúar 2007 skilaði WG1 frá sér sinni skýrslu og var samantektin (pdf 3,7 Mb) gefin út. Lesa má umfjöllun um samantektina hér á vefnum.

Snemma í apríl skilaði WG2 sinni skýrslu og var jafnframt gefin út samantekt fyrir stefnumótendur. Útdrátt samantektarinnar sem unnin var á Veðurstofu Íslands má lesa hér á vefnum.

Vinnuhópur þrjú (WG3) skilaði sinni skýrslu í maí, og í nóvember var loks gefin út skýrsla sem inniheldur útdrátt úr hinum þremur (Synthesis Report SAR).

Þessar yfirlitsskýrslur liggja til grundvallar umfjöllun um hnattrænar loftslagsbreytingar. Ítarlegan úrdrátt úr má finna í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Skýrslurnar eru aðgengilegar í heild sinni á vefsvæði IPCC.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica