Skrifstofa loftlagsþjónustu og aðlögunar

Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir 22.2.2022

Atburðir undanfarinna missera hafa leitt í ljós hversu viðkvæmt samfélagið er fyrir náttúruvá og að þegar slæmar sviðsmyndir ganga eftir skipta innviðir, stofnanaumgjörð og undirbúningur lykilmáli.

Loftslagsbreytingar eru náttúruvá og þeim fylgja margháttaðar áskoranir og ljóst er að um langt skeið verður þörf á vöktun á umfangi þeirra og víðtækri aðlögun að áhrifum þeirra. Ef samfélagið mætir þessum áskorunum á skipulegan hátt má draga úr því tjóni sem loftslagsbreytingar valda, og nýta þjóðinni til hagsbóta þær breytingar sem gefa tilefni til slíks.

Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar verður vettvangur sem mun þjónusta brýn verkefni á sviði aðlögunar, leggja til sviðsmyndir að loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, auk vöktunar á afleiðingum. Skrifstofan er vettvangur  fyrir vísindasamfélagið, fagstofnanir og hagaðila hvað varðar aðlögun auk þess mun skrifstofan sinna samstarfi á þessu sviði við alþjóðastofnanir og sinna miðlun um áhrif loftslagsbreytinga til hagsmunaaðila og almennings.

Í þessu samhengi er hægt að tala um að skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar sé "brú milli vísinda og samfélags".Hjá systurstofnunum okkar erlendis eru þetta svokölluð Climate Service Centres – sem er þá meðal annars „loftslagsþjónusta“, sem styður aðlögun þessara ríkja. Markmiðið með slíkum skrifstofum er ekki síst að ná fram meiri virðisauka í þeirri þekkingu sem liggur í fagstofnunum og miðla henni af meiri krafti en áður

Aðlögun vegna loftslagsbreytinga 
 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica