2011

Hafís í september 2011

Nokkuð var um tilkynningar um borgarís í mánuðinum.

Þann 8. tilkynnti skip, statt um 16.3 sml NV af Straumnesi, um borgarísjaka u.þ.b. 2-3 sml norðan við sig.  Tvær tilkynningar bárust frá flugvélum, þann 9. og þann10.

Skip tilkynnti þann 13. um borgarísjaka á eftirfarandi stöðum:

  • 67°06,5N  026°43,5V
  • 67°21,5N  026°21,8V
  • 67°18,7N  026°12,2V
  • 67°28,4N  026°40,5V
  • 67°29,2N  026°53,4V
  • 67°36,0N  026°35,7V
  • 67°33,6N  025°49,9V

Enn bárust tilkynningar um borgarísjaka frá skipum dagana 16., 23., 26. og 27. september.

Á Grænlandssundi var norðaustan- og austanátt algengust, en um miðbik mánaðarins komu nokkrir dagar með suðvestan og suðaustanátt.

kort af Grænlandssundi



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica