2011

Hafís í mars 2011

Landhelgisgæslan fór í eitt eftirlitsflug í mánuðinum, þann 23. mars.  Þá var ísröndin næst landi sem hér segir: 56 sml frá Látrabjargi, 38 sml frá Barða, 38 sml frá Kögri og 50 sml frá Hornbjargi. Ekki sáust stórir jakar eða borgarísjakar í jaðri íssins, en nokkrar ísdreifar voru út frá ísröndinni.

Þann 20. mars tilkynnti skip um hafís út af Víkuráli. Var þar um ísspöng að ræða og stórir jakar á dreif og talið varasamt fyrir sjófarendur.

Á Grænlandssundi var vindátt yfirleitt norðaustlæg, eða breytileg, en í byrjun mánaðarins komu nokkrir dagar með suðvestlægri vindátt.

is_mars2011



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica