2009

Hafís í október 2009

mánaðaryfirlit

Nokkrar tilkynningar bárust um borgarísjaka fyrstu helgi mánaðarins og varð borgaríss vart næst landi í mynni Önundarfjarðar. Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug þann 6. október þar sem 14 borgarísjakar sáust út af Vestfjörðum, flestir voru nærri miðlínu. Næst landi var borgarís um 77 sml vestnorðvestur af Bjargi. LHG sendi frá sér nákvæmt kort með staðsetningum jakanna, en einnig voru teknar innrarauðar (IR) myndir sem sýndu vel lögun jakanna. Til viðbótar við borgarísjakana sem sáust út af Vestfjörðum varð varð einnig vart við jaka á Húnaflóa. Ísjakarnir sáust misvel í radar og voru sjófarendur hvattir til að fara að öllu með gát, en borgarís er nokkuð algengur á þessum tíma árs í nánd við landið. Engar fleiri tilkynningar bárust.

Á Grænlandssundi var austan og norðaustanátt ríkjandi, fyrir utan nokkra daga um miðbik mánaðarins þegar sunnan og suðvestanátt var.

is_oktober2009



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica