2009

Hafís í ágúst 2009

mánaðaryfirlit

Talsvert var um borgarísjaka norður- og norðvestur af Vestfjörðum í mánuðinum. Samtals bárust níu tilkynningar þess efnis á tímabilinu 6. til 22. ágúst, átta frá skipum og ein frá landi. Borgarísjakarnir voru næst landi skammt frá Hornströndum, eða á 66°28,81'N og 21°23,86'V og nálægt Selskeri (66°07,5'N og 21°31'V).

Enginn hafís var á Grænlandssundi í ágúst og þar var norðaustanátt ríkjandi.

is_agust2009



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica