2009

Hafís í janúar 2009

mánaðaryfirlit

Í janúar var hafís um 70 til 80 sjómílur vestnorðvestur af Vestfjörðum. Veðurstofan fylgdist með framvindunni á gervihnattamyndum og setti þrisvar sinnum út upplýsingar á vefinn. Austan- og norðaustanátt var ríkjandi á Grænlandssundi. Engin tilkynning barst um hafís frá skipum og Landhelgisgæslan fór ekki í könnunarflug.

Í lok mánaðarins voru hafískort frá norsku veðurstofunni gerð aðgengileg á vef Veðurstofunnar (upphaflega /hafis/iskort-met_no). Kortin eru byggð á gervihnattaupplýsingum. Þau eru gerð á virkum dögum og eru tilbúin á milli kl. 14 og 15.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica