2008

Hafís í desember 2008

Hafís í desember 2008

Í byrjun mánaðarins var hafís um 50 sml vestur og vestnorðvestur af Vestfjörðum og þann 9. desember var hafís næst landi skv. gervihnattamyndum um 25 sml norður af Horni. Austlægar áttir voru ríkjandi á Grænlandssundi fram undir lok mánaðarins, en frá 25. desember voru suðlægar áttir megin vindáttin. Hafísinn hafði þá fjarlægst mjög landið og var víðsfjarri yfir hátíðarnar, þrátt fyrir breytingu á vindátt. Veðurstofan gaf fimm sinnum út upplýsingar um stöðu hafíss í mánuðinum, ein tilkynning barst frá skipi þann 18. og Landhelgisgæslan fór ekki í könnunarflug.

is_desember2008



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica