2008

Hafís í nóvember 2008

Hafís í nóvember 2008

Fram undir miðjan mánuðinn var austan og norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi og hafísinn sem hafði þokast nokkuð nærri Íslandi í lok október fjarlægðist. Um miðjan mánuðinn kom vestanátt sem var ríkjandi meira og minna til mánaðarmóta. Hafísinn færðist þá nær Íslandi og var næsta landi um 45 sml vestur og vestnorðvestur af Vestfjörðum. Veðurstofan fylgdist vel með þróuninni á gervihnattamyndum og gaf út 5 tilkynningar á þessu tímabili. Frá 21. til 24. nóvember bárust 4 tilkynningar um hafís frá skipum. Landhelgisgæslan fór ekki í könnunarflug í mánuðinum.

is_november2008



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica