2008

Hafís í október 2008

Hafís í október 2008

Í byrjun mánaðarins var lítið um hafís á Grænlandssundi en eitthvað af borgarís og ein tilkynning barst um hugsanlegan borgarísjaka þann 9. október á 67°24N og 25°41V. Þann 21. sást hafís greinilega á gervihnattamyndum, sem var þá kominn inn á Grænlandssund og lá austur með Blosseville strönd Grænlands. Þetta var heldur meiri hafís á þessu svæði en í meðalári í október. Nokkuð stíf norðanátt var á Grænlandssundi þessa daga og fram til 26. og færðist því ísinn suður á bóginn. Frá 26. október og út mánuðinn voru vestlægar áttir ríkjandi og færðist því ísinn heldur nær Íslandi. Þann 30. sást á gervihnattamyndum nokkuð þéttur ís um 70 sjómílur frá Barða, en stakir jakar og rastir voru þó líklega heldur nær eða um 50 sjómílur frá Barða.

Landhelgisgæslan fór ekki í könnunarflug í mánuðinum. Norðan og austanáttir voru ríkjandi á Grænlandssundi fram til um 26. október er vestlægar áttir tóku við eins og fyrr segir.

is_oktober2008Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica