2008

Hafís í júní 2008

Hafís í júní 2008

Það sem bar helst til tíðinda í mánuðinum var að tveir ísbirnir námu land í Skaga. Sá fyrsti var á Þverárfjalli þann 3. júní og sá síðari kom á land á Hrauni á Skaga þann 16. júní. Þrátt fyrir þetta var hafís ekki mjög nálægt landi á þessum tíma og því líkur á að birnirnir hafi synt dágóða leið. Fyrri ísbjörnin sást nokkrum dögum eftir könnunarflug Landhelgisgæslunnar þann 29. maí, en þá var hafísröndin næst landi um 35 sml norður af Kögri. Líkur eru að að ísbjörnin hafi verið á klaka sem hefur rekið eitthvað austur á bóginn og hann hafi síðan synt í landi.

Þann 3. júní barst tilkynning frá skipi um um ísrönd norðvestur af landinu, eða um 40 sml NV af Kögri. Þann 12. júní sendi VÍ frá sér tilkynningum að gisinn ís væri vestur af Vestfjörðum, en vestlæg átt hafði þá verið ríkjandi í nokkra daga á Grænlandssundi og voru líkur á að svo yrði áfram í nokkra daga til viðbótar. Útlit var því fyrir að hafís myndi færast eitthvað nær landi. Landhelgisgæslan fór í eitt könnunarflug í mánuðinum, þann 18. júní úti fyrir Vestfjörðum. Ísröndin var þá næst landi um 70 sml NNV af Straumnesi og mikið var um ísdreifar út frá ísröndinni. Vestlægar áttir voru ríkjandi á Grænlandssundi frá 10. til 15. júní og svo aftur frá 22. og fram til 25. júní, en annars var norðaustanátt ríkjandi á sundinu.

is_juni2008Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica