2006

Haf- og borgarís í ágúst 2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana. Haf- og borgarístilkynningar í ágúst 2006

Ein hafístilkynning barst í mánuðinum þ. 4. og var hún frá skipi sem tilkynnti um ísrönd fjarri landi eða norður af 69°N.

Nokkrar borgarístilkynningar bárust og allar eftir 20. ágúst og fram að mánaðamótum. Borgarísjakarnir voru norður af Hornströndum og vestur af Vestfjörðum. Einn barst þó upp undir land og var undir mánaðamótin við Rit.

Norðaustan- og suðvestanátt skiptust nokkuð jafnt á í Grænlandssundi í ágúst. Norðaustanáttin var ríkjandi í upphafi og lok mánaðar en suðvestanátt þess á milli.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica