Hafís í janúar 2005

Sigþrúður Ármannsdóttir 5.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Nokkrar borgarístilkynningar bárust öðru hverju fyrstu þrjár vikur janúarmánaðar.

Hafís í janúar 2005

Ekki er ósennilegt að þetta hafi alltaf verið sami jakinn sem var í fyrstu tilkynningu við Reykjaneshyrnu og færðist svo inn Húnaflóann og var þ. 21. nálægt mynni Steingrímsfjarðar.

Síðustu viku mánaðarins var hafís komin úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.

Þ. 31. fór Landhelgisgæslan í ískönnunarflug. Vegna veðurs var einungis hægt að kanna ísjaðarinn með ratsjá. Næst landi var hann 21 sjómílu norður af Horni.

Í janúar 2000 og 2002 var ísjaðarinn á svipuðum slóðum og nú.

Norðaustanátt var ríkjandi fyrstu þrjár vikur mánaðarins en suðvestnátt hins vegar síðustu vikuna.

 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica