Hafís í júlí 2005

Sigþrúður Ármannsdóttir 5.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug í júlí, þ. 6. og 20.

Hafís í júlí 2005

Þ. 6. var ísinn næst landi 60 sml. NV af Kögri og 83 sml. NV af Kolbeinsey.

Þ. 20. hafði ísinn heldur fjarlægst landið og var næst landi 70 sml. V af Bjargtöngum (borgarís), 90 sml. NV af Straumnesi og 100 sml. N af Kögri.

Aðrar tilkynningar voru aðallega af borgarís sem var nokkuð fjærri landi nema þ. 14. þegar borgarís var 5-6 sml. N af Skaga.

Ísjaðarinn var nokkru fjær landi í júlí en í sama mánuði árin 2000-2002.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi þennan mánuðinn eða 17 daga af 31.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica