Hafís í nóvember 2005

Sigþrúður Ármannsdóttir 2.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór þrisvar í ískönnunarflug í mánuðinum þ. 2., 23. og 28.

Hafís í nóvember 2005

Þ. 2. var ísrönd við og rétt innan miðlínu og ísdreifar og ís í myndun nær landi. Þær sem næstar voru landi voru u.þ.b. 50 sml. NV frá Deild.

Þ. 23. hafði ísröndin færst nær landi og var næst landi 37 sml. NV af Straumnesi.
Þ. 28. voru ísdreifar næst landi 32 sml. NV af Kögri og ísröndin 45 sml. NV af sama stað. Þéttleiki íssins var aðallega 6-9/10.
Borgarísjakar voru innan um hafísinn.

Nokkrar ístilkynningar bárust auk þess frá sjófarendum.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í nóvember.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica