Hafís í desember 2003

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug í mánuðinum, þ. 4.

Haf- og borgarístilkynningar í desember 2003

Ísjaðarinn var þá kominn nokkuð inn fyrir miðlínu og var næst landi u.þ.b. 66 sml. VNV frá Barða. Þéttleiki íssins var mestmegnis 7-9/10 en gisnar þegar norðar dró. Nýmyndun var við ísbrúnina og borgarísjaki á 66°47'N 026°00'V.

Að þessu ískönnunarflugi frátöldu bárust nokkrar tilkynningar af borgarís sem var ýmist inni á Skagafirði eða norður af honum. Allar ístilkynningarnar bárust fyrir miðjan mánuð.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í desember.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica