Hafís í nóvember 2003

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Engar hafístilkynningar bárust í mánuðinum enda hefur ís verið með minnsta móti við Grænland allt fram undir mánaðamót.

Hafís í nóvember 2003

Talsvert barst hins vegar af borgarístilkynningum og dreifðist það um allan mánuðinn. Flestar tilkynningar bárust frá Hrauni á Skaga. Borgarís ásamt borgarbrotum var lónandi úti fyrir Skagatá allan mánuðinn. Tveir færðust svo inn með Skaga og náðu aðeins inn á Skagafjörðinn eftir miðjan mánuð. Síðari hluta nóvember sást svo borgarís austur af Horni og auk þess úti fyrir Norðurlandi.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í nóvember.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica