Hafís í september 2002

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór ekki í ísflug í september þar sem enginn hafís var í Grænlandssundi og bárust því engar tilkynningar um hann.

Haf- og borgarístilkynningar í september 2002

Allnokkuð var um borgarísfregnir og dreifðust þær yfir allan mánuðinn. Flestar tilkynningar voru af Húnaflóa.

Þ. 10. var lítill borgarísjaki u.þ.b. 8 sml. ANA af Munaðarnesi á Ströndum og þ. 13. var annar u.þ.b. 3 sml. V af Kálfshamarsvík og var hann þar enn þ. 16.

Aðrir voru heldur fjær landi.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í september.

 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica