Hafís í júlí 2002

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í júlí, þ. 5. og 10.

Hafís í júlí 2002

Þ. 5. var ísbrúnin næst landi 37 sml. NV af Straumnesi. Þoka var á svæðinu og því að mestu leyti um ratsjárathugun að ræða en þar sem sást niður var þéttleikinn 4-6/10.

Þ. 10. hafði ísbrúnin heldur þokast fjær og var nú næst landi 45 sml. NV af Straumnesi. Þéttleikinn var sem fyrr 4-6/10.

Á tímabilinu frá 23. - 28. júlí bárust allnokkrar tilkynningar um borgarísjaka norður af Vestfjörðum. Sá jaki sem var næstur landi var u.þ.b. 5 sml. NA af Hornbjargsvita og annar 7-9 sml. A af vitanum, þ. 28.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í júlí.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica