Hafís í apríl 2002

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í apríl, þ. 5.

Haf- og borgarístilkynningar í apríl 2002

Þá var ísbrúnin næst landi 32 sml. NV af Kögri. Þéttleikinn var að mestu 7-9/10 en ísdreifar og borgarís meðfram ísjaðrinum.

Í gæsluflugi þ. 23. sást ísrönd og var hún nokkru vestar en þ. 5. Ekki var þó hægt að kanna ísinn frekar sökum veðurs.

Borgarísjakar og borgarbrot voru nálægt landi við Vestfirði og Hornstrandir í fyrstu viku apríl, við Hornstrandir um miðbik mánaðarins og í mánaðarlok fyrir mynni Ísafjarðardjúps og Önundarfjarðar.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í apríl.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica