Hafís í júlí 2001

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í mánuðinum, þ. 9. og 11.

Haf- og borgarístilkynningar í júlí 2001Þ. 9. var ísinn næst landi u.þ.b. 50 sml. NV frá Straumnesi. Þéttleikinn var 1-3/10 sunnantil í ísbrúninni en 4-6/10 norðar. Nokkuð var um borgarís bæði inni í jaðrinum og eins utan við hann.

Þ.11. var ísinn næst landi 60 sml. NV frá Straumnesi og þéttleikinn 4-6/10. Einnig voru nokkrir borgarísjakar utan við jaðarinn.

Þ. 6. var flugvélin í eftirlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum og voru þá teknir nokkrir punktar á ísjaðrinum. Næst landi var hann u.þ.b. 50 sml. NV frá Straumnesi. Var það sá ís sem næstur var landi í júlí auk þess sem sást í ísflugi Landhelgisgæslunnar þ. 9.

Þ. 8. fylgdi varðskipið Óðinn ísrönd alllangt norður af Vestfjörðum.

Talsvert var tilkynnt um borgarís, einkum fyrri hluta mánaðarins og var sá sem næstur var landi þ. 13. u.þ.b. 30 sml. NV af Bolafjalli.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í júli.

 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica