Hafís í apríl 2001

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór þrisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í mánuðinum, þ. 10., 11. og 17.

Haf- og borgarístilkynningar í apríl 2001

Þ. 10. var ísinn næst landi 60 sml. NV af Straumnesi. Syðst í ísjaðrinum sem kannaður var, reyndist þéttleikinn vera 4-6/10 en þéttist þegar norðar dró og var 7-9/10 og allt upp í 10/10.

Þ. 11. var svæðið norður af landinu kannað þaðan sem frá var horfið daginn áður og þá var ísröndin næst landi 45 sml. NNV frá Kolbeinsey. Þéttleikinn var 7-9/10.

Þ. 17. hafði ísinn þokast heldur nær landi og var næstur því 38 sml. NV af Straumnesi og var það sá ís sem næstur var landi í april. Þéttleiki íssins var víðast hvar 7-9/10 en þó 4-6/10 á stöku stað.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi þennan mánuðinn.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica