Hafís í ágúst 2000

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Haf- og borgarístilkynningar í ágúst 2000

Talsvert var tilkynnt um borgarís, einkum síðari hluta mánaðarins, út af Vestfjörðum og rak hann inn á Húnaflóa.

Næst landi var hann þ. 30., 8 sml. NA af Drangaskörðum og þ. 31., um það bil 7 sml. NNA af Horni.

Tilkynnt var um sjávarmyndaðan ís tvisvar í mánuðinum og var hann langt norður af landinu.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í ágústmánuði.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
Á þessum vef eru vafrakökur notaðar við nafnlausar notkunarmælingar, en engin virkni tengist markaðssetningu. Sjá nánar