Hafís í janúar 2000

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í mánuðinum, þ. 26. og 31.

Haf- og borgarístilkynningar í janúar 2000Þ. 26. var ísinn næst landi 23 sml. NNV af Straumnesi, 23 sml. NV af Kögri, 29 sml. N af Horni og 24 sml. N af Skagatá. Þéttleiki íssins var 7-9/10 næst brúninni vestast og austast en 5-7/10 og allt niður í 2-3/10 þar á milli.

Þ. 31. hafði ísinn færst mun vestar og var næst landi 55 sml. NV af Kögri.

Undir lok mánaðarins var siglingaleiðin um Húnaflóa og fyrir Vestfirði orðin varhugaverð vegna íss. Ís rak að landi í Trékyllisvík á Ströndum. Einnig bárust fréttir af borgarís á siglingaleið á Húnaflóa.

Norðaustan- og suðvestanátt skiptust nokkuð jafnt á í janúar. Suðvestanáttin var ríkjandi um og upp úr miðjum mánuði og rak ísinn nær landi. Undir mánaðamót sá hins vegar norðaustanáttin um að hann fjarlægðist aftur.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica