Hafís í september 1999

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Borgarístilkynningar í september 1999

Þ. 2. fór Landhelgisgæslan í gæsluflug um Vestfjarðamið. Talsvert sást af borgarísjökum í þeirri ferð en enginn mjög nálægt landi.

Þ. 13. kannaði Landhelgisgæslan ísinn úti fyrir Vestfjörðum og sáust þá borgarísjakar mun nær landi en í fyrri ferðinni og siglingaleiðin fyrir Horn talin varhugaverð, einkum fyrir smærri báta.

Þ. 20. var borgarísinn út af Vestfjörðum enn kannaður af Landhelgisgæslunni og voru þeir borgarísjakar sem næstir voru landi alveg komnir upp undir Horn.

Talsvert barst af borgarístilkynningum frá sjófarendum í mánuðinum og voru nokkrar þeirra af siglingarleið um Húnaflóa.

Þ. 16 var borgarísjaki kominn inn fyrir bryggjuna á Gjögri við Reykjarfjörð.

Engar tilkynningar bárust um sjávarmyndaðan ís í september.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi þennan mánuðinn.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica