Hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él, en norðvestan 8-15 m/s seinnipartinn, hvassast vestast. Vestlæg átt, 3-10 og dálítil él á morgun, en suðlægari og fer að snjóa um kvöldið. Frost 0 til 8 stig.
Spá gerð: 21.12.2024 09:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.
Á mánudag (Þorláksmessa):
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu eða slyddu um morguninn og hita 2 til 7 stig, en snýst í suðvestan 13-20 eftir hádegi með skúrum og síðar éljum og kólnar, en styttir fyrir austan.
Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestan 10-18 m/s og él, en snjókoma eða slydda um tíma síðdegis sunnan- og vestanlands og hvessi með kvöldinu. Hægara og úrkomuítið norðaustantil. Vægt frost víða um land, en frostlaust með suðurströndinni.
Á miðvikudag (jóladagur):
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil. Frost víða 0 til 6 stig.
Á fimmtudag (annar í jólum) og föstudag:
Líklega suðvestlæg eða breytilega átt með snjókomu eða éljum víða á landinu og áfram svalt í veðri.
Spá gerð: 21.12.2024 08:11. Gildir til: 28.12.2024 12:00.