Viðburðir

Málþing LOKS verkefnisins

Á málþingi á Veðurstofu Íslands verða kynntar niðurstöður úr verkefni sem ber heitið Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á orkukerfi og samgöngur (LOKS). Þátttakendur í verkefninu eru sérfræðingar í þróun og notkun fræðilegra líkana, sem beitt er við rannsóknir á veðurfari, vatnafari og jökulafkomu með væntanlegar breytingar á fyrri hluta 21. aldar í huga.

Lesa meira

Niðurstöður LOKS og CES verkefnanna kynntar 

Hátt á þriðja hundrað fræðimenn sóttu þrítugasta vetrarmót norrænna jarðvísindamanna, sem haldið var haldið í Hörpu 9.-12. janúar 2012. Veðurstofa Íslands skipulagði sérstaka setu (session) á ráðstefnunni um áhrif hlýnandi loftslags á veðurfar, vatnafar og afkomu jökla, með sérstakri áherslu á niðurstöður LOKS verkefnisins og norræna systurverkefnisins CES. Meðal annars var fjallað um nýjustu spár um hita- og úrkomubreytingar hérlendis fram til 2050 og sýndar niðurstöður reikninga um jökla- og afrennslisbreytingar á sama tímabili.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica