Sumarið 2006

Trausti Jónsson 3.1.2007

GreinSumarið byrjaði heldur grámyglulega, með tíðum úrkomudögum, sérstaklega á suðvesturhorninu. Í júní voru einungis 5 þurrir dagar í Reykjavík, en 8 í Akurnesi og 10 á Akureyri. Júlí var frekar þurr í Reykjavík og á Akureyri, en þá voru einungis 4 dagar í Akurnesi þar sem ekki varð úrkomu vart. Í ágúst voru flestir þurrir dagar um allt land, 10 í Reykjavík, 13 á Akureyri og 8 í Akurnesi.

Í Reykjavík og á Akureyri var úrkoma um 80% af úrkomu í meðalári. Í Reykjavík mældust um 140mm, en á Akureyri 76mm. Í Akurnesi mældist úrkoman samtals 281 mm, og hefur ekki verið minni úrkoma yfir sumarmánuðina síðan 2000, þá var úrkoman samtals 121mm þessa sömu mánuði.

Hitinn hefur verið rétt yfir meðallagi á landinu, í Reykjavík var meðalhitinn 10,6°C sem er 0,7°C hærra en í meðalári. Á Akureyri var meðalhitinn 11°C, eða 1,1 °C yfir meðaltali, og í Akurnesi var meðalhitinn 10,8°C, 1,1°C yfir meðaltali. Í Reykjavík mældist hæsti hiti á tímabilinu 19,0°C, í Akurnesi 19,2 °C og á Akureyri 21,8°C.
 
Í Reykjavík voru sólarstundir 479, eða 7 stundum undir meðallagi, en á Akureyri 11 stundum yfir meðallagi, eða 482 klst. 

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica