Íslensk eldfjöll
Skýjafar
Skýjafar yfir Þórsmörk.

Veðurfarsyfirlit

Tíðarfarsyfirlit

Eftir hver mánaðamót gefur Veðurstofan út frétt um veður síðastliðins mánaðar. Í henni er stuttorð tíðarfarslýsing auk meðaltala nokkurra veðurþátta og vik þeirra frá langtímameðaltölum á að minnsta kosti fjórum stöðvum; Reykjavík, Akureyri, Höfn í Hornafirði og á Hveravöllum. Einnig er getið um helstu met, hafi þau verið slegin. Mánaðar- og ársyfirlit hafa birst á vef Veðurstofunnar frá 1997.

Einnig eru stutt yfirlit yfir árstíðir. Veturinn er mánuðirnir desember-mars, vorið er apríl og maí, sumarið er mánuðirnir júní-september og haustið er október og nóvember.

Tíðarfarsyfirlitin eru flokkuð eftir árum hér til hliðar.

Daglegt yfirlit

Veðurstofan birtir eftir hver mánaðamót töflu um veður frá degi til dags á fjórum veðurstöðvum; Reykjavík, Akureyri, Höfn í Hornafirði og á Keflavíkurflugvelli.

Mánaðarmeðaltöl mannaðra veðurstöðva

Töflur má skoða yfir meðaltöl veðurþátta á einstökum veðurstöðvum. Töflurnar ná aftur til 1949 fyrir þær skeytastöðvar sem athugað hafa svo lengi, en til 1961 fyrir veðurfarsstöðvar. Ársyfirlit eru þar á sérstakri síðu.

Meðaltöl 1961 til 1990

Töflur eru birtar um meðaltöl veðurþátta á tímabilinu 1961 til 1990.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica