Desember 2005

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Nýliðinn desember var fremur hlýr, en umhleypingasamur. Meðalhiti í Reykjavík mældist 2,3 stig og er það 2,5 stigum yfir meðallagi. Þetta er nokkru hærri hiti en í desember í fyrra og hittiðfyrra, en talsvert kaldara en í metmánuðinum 2003. Á Akureyri mældist meðalhiti 0,7 stig og er það 2,6 stigum ofan meðallags. Í Akurnesi mældist meðalhitinn 2,4 stig og -3,1 á Hveravöllum, á síðarnefnda staðnum var hiti 3,2 stigum yfir meðallagi.

Úrkoma í Reykjavík mældist 137 mm og er það um 70 prósent umfram meðallag í desember. Úrkoma hefur ekki verið jafnmikil í desember í Reykjavík síðan 1995. Á Akureyri mældist úrkoman 36 mm og er það um þriðjungi minna en í meðalári. Úrkoman í Akurnesi mældist 117 mm.

Sólskinsstundir mældust 11 í Reykjavík og má það heita í meðallagi. Ekkert sólskin mældist á Akureyri í desember eins og algengt er þar. 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica