Nóvember 2005

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Nýliðinn nóvember var nokkuð umhleypingasamur, sértaklega framan af. Meðalhiti í Reykjavík var 1,6 stig og er það 0,5 stigum ofan meðallags. Á Akureyri mældist meðalhiti -0,3 stig sem er nánast í meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn 1,5 stig og er það einnig í meðallagi. Á Hveravöllum var meðalhitinn -4,1 stig og er það 0,2 stigum ofan meðallags.
Úrkoma í Reykjavík mældist 60 mm og er það um 20% neðan meðallags. Á Akureyri mældist úrkoman 88 mm eða 60% umfram meðallag. Þetta er sjötti mánuðurinn í röð þar sem úrkoma á Akureyri er ofan meðallags, í fimm þeirra hefur úrkoman verið langt ofan meðaltals. Úrkoman á Akureyri fyrstu 11 mánuði ársins hefur nú þegar mælst um 90mm meiri en venjulegt er á heilu ári. Í Akurnesi mældist úrkoman 60 mm eins og í Reykjavík.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 39 og er það í meðallagi. Sólskins- stundafjöldi á Akureyri var einnig í meðallagi eða 16 stundir.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica