September 2005

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Septembermánuður var kaldur um allt land þrátt fyrir að fyrri hluti mánaðarins hafi verið í meðallagi.

Í Reykjavík mældist meðalhitinn í september 6.3°C sem er 1,1 gráðu undir meðallagi. Lægsti lágmarkshiti í Reykjavík mældist þann 25. september -3,4 stig og er það lægsta lágmark í september síðan 1974. Hinn 25. september var kaldasti septemberdagur síðan 1974. Á Akureyri var meðalhitinn 1,6 gráðum undir meðaltali eða 4,7°C. Á Hveravöllum var meðalhitinn 0,7 stig. Í Akurnesi mældist meðalhitinn 6,2 stig. Síðast var septembermánuður þetta kaldur um allt land árið 1982, en þá mældist meðalhitinn í Reykjvík 5,6 stig, á Akureyri 4,6°C og 0,4°C á Hveravöllum.

Úrkoma í Reykjavík mældist 41 mm sem er einungis rúm 60% af úrkomu meðalárs. Úrkoma á Akureyri mældist 92 mm sem er um 240% af úrkomu í meðlaári. Dagana 24. og 25. september festi snjó á Akureyri. Slíkt er mjög óvenjulegt og er þetta einungis í sjötta skiptið á síðustu 40 árum sem snjó festir á Akureyri í september. Úrkoma í Akurnesi mældist 92,1 mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 184,7 sem er um 60 stundum yfir meðallagi, og hafa sólskinsstundir einungis tvisvar mælst fleiri í september, árin 1954 þegar sólskinsstundir mældust 186,2 og árið 1975 þegar þær mældust 186,9. Sólskinsstundir á Akureyri mældust 79 og er það 6 stundum færra en í meðalári.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
Á þessum vef eru vafrakökur notaðar við nafnlausar notkunarmælingar, en engin virkni tengist markaðssetningu. Sjá nánar