Janúar 2005

Trausti Jónsson

Mjög umhleypingasamt var í nýliðnum janúar, illviðri nokkuð tíð og snjór fram eftir mánuðinum meiri víðast hvar á landinu en verið hefur undanfarin ár. Síðasta vikan var síðan mjög hlý og leysti snjó bæði af láglendi og langt upp eftir fjöllum. Hæsti hiti á sjálfvirkum stöðvum á landinu mældist á Teigarhorni þ.30., 18,0 stig. Lægsti hiti á sjálfvirkri stöð mældist við Kolku á Auðkúluheiði -23,9 stig þ.2.
Meðalhiti í Reykjavík var -0,2 stig og er það 0,3 stigum ofan meðallags. Á Akureyri mældist meðalhitinn -0,6 stig en það er 1,6 stigi yfir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn -0,3 stig.
Úrkoma í Reykjavík mældist 66 mm og er það áttungi (12,5%) undir meðallagi, á Akureyri mældist úrkoman 58 mm og er það 6% umfram meðallag. Í Akurnesi mældist úrkoman 100 mm.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 23 og 10 stundir á Akureyri, hvoru tveggja er nærri meðallagi.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica