Nóvember 2004

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Nóvember var nokkuð umhleypingasamur á landinu og hitasveiflur miklar. Hiti var yfir meðallagi, þrátt fyrir að mikið kuldakast hafi gert dagana 15. til 20. Meðalhiti í Reykjavík mældist 2,2 stig og er það 1,1 stigi ofan meðallags. Frost í Reykjavík fór í 15,1 stig aðfaranótt 19. og hefur svo mikið frost ekki mælst þar síðan í janúar 1981 og hitinn er sá lægsti í Reykjavík í nóvember frá 1893, en þá mældist frostið 17,4 stig. Á Akureyri var meðalhiti í nóvember 0,0 stig og er það 0,4 stigum ofan meðallags. Frost fór mest í 15 stig á Akureyri.Í Akurnesi var meðalhitinn 1,9 stig, en -3,7 á Hveravöllum.

Úrkoma í Reykjavík mældist 113 mm og er það rúmlega 50% umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 62mm og er það 15% umfram meðallag. Úrkoman í Akurnesi mældist 154 mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 27 og er það 12 stundum færra en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 23 og er það 8 stundum meira en að meðaltali í nóvember.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica