Sumarið 2004

Guðrún Þ. Gísladóttir 4.1.2007

Sumarið (júní til september) var hlýtt. Í Reykjavík var það hið fimmta hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga. Hlýrra var sumurin 1939, 1941, 1958 og í fyrra (2003). Á Akureyri var sumarið einnig hið fimmta hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga, en þar var hlýrra 1894, 1933, 1939 og 1941. Ómarktækur munur er á hita Akureyri í sumar og fyrrasumar.

Sólskinsstundir sumarsins í Reykjavík mældust 753 og er þetta níunda mesta sólarsumar frá því að sólskinsstundamælingar hófust.

Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 682 og hafa þær aðeins fimm sinnum orðið fleiri á Akureyri að sumarlagi.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica