Mars 2004

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Nýliðinn mars var mjög hlýr og nokkuð vindasamur, ár voru víða vatns-miklar framan af mánuðinum sökum úrkomu og leysinga. Meðalhiti í Reykjavík var 3,9 stig og er það 3,4 stigum ofan meðallags. Frá því að mælingar hófust hafa aðeins 5 marsmánuðir verið hlýrri í Reykjavík, síðast 1964, en þá var meðalhiti 1,8 stigum hærri en nú. Á Akureyri var meðalhiti í mars einnig 3,9 stig og er það 5,2 stigum ofan meðallags. Samfelldar mælingar hófust á Akureyri 1881 og hefur aðeins tvisvar orðið hlýrra en nú, í mars 1929 og mars 1964. Í Akurnesi var meðalhitinn 4,3 stig og -1,3 stig á Hveravöllum. Ekki hefur orðið jafn hlýtt á Hveravöllum og nú síðan mælingar hófust þar 1965. Í Stykkishólmi hófust mælingar 1845 og þar hefur hiti 5 sinnum orðið hærri í mars en nú, síðast 1964 eins og í
Reykjavík. Samfelldar mælingar hófust í Vestmannaeyjum 1877 og hefur 7 sinnum orðið hlýrra þar í mars en nú, síðast 1974, en þá var hiti reyndar nær hinn sami og nú.

Úrkoma í Reykjavík mældist 122 mm og er það nærri 50% umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 32 mm sem er um þrír fjórðu hlutar meðallags. Í Akurnesi mældist úrkoman 145 mm.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 105 og 73 á Akureyri, hvoru tveggja í rétt tæpu meðallagi. Á Hveravöllum mældust sólskinstundirnar 64.

 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica