Febrúar 2004

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Veður var nokkuð umhleypingasamt í mánuðinum og sums staðar á Vestfjörðum og á Norður- og Austurlandi var snjóþungt fram yfir miðjan mánuð. Slæmt hríðarveður gerði víða um land þ. 6 til 7.
Meðalhiti í Reykjavík mældist 1,1 stig og er það 0,7 stigum ofan meðallags. Þetta er 23. mánuðurinn í röð með hita í eða yfir meðallagi í Reykjavík. Á Akureyri var meðalhitinn 0,5 stig sem er 2,0 stigum yfir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn 0,4 stig, en -4,7 á Hveravöllum.
Úrkoma í Reykjavík mældist 65mm sem er 10% minna en í meðallagi. Á Akureyri mældist úrkoman 20mm og er það um helmingur af meðallagi. Í Akurnesi mældist úrkoman 113mm, en 156mm á Hveravöllum.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 62 og er það 10 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundir 38 og er það í meðallagi. Á Hveravöllum mældust sólskinsstundirnar 39.

 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica