Veturinn 2003

Trausti Jónsson 9.1.2007

Veturinn var mjög hlýr á landinu, í Reykjavík og Stykkishólmi sá þriðji hlýjasti frá upphafi mælinga, aðeins 1964 og 1929 voru hlýrri. Mest munaði um fádæma hlýjan desember, en aðrir mánuðir voru einnig hlýir. Í Vestmannaeyjum var jafnhlýtt nú og 1929, en hlýrra 1964 og á Akureyri var aðeins 1964 hlýrri en nú, en þar hófust mælingar 1881. Í Reykjavík hefur hiti síðastliðna 12 mánuði verið hærri en meðalhiti nokkurs almanaksárs frá upphafi mælinga, en finna má nokkur önnur tilvik þegar 12 mánaða hiti hefur verið hærri, síðast í mars 1945 til febrúar 1946. Úrkomusamt var um sunnanvert landið í vetur, 438 mm í Reykjavík hið mesta frá 1992. Óvenju snjólétt var um land allt. Alhvítt var í 18 daga í Reykjavík frá upphafi vetrar í október og hafa alvítir dagar ekki verið jafnfáir í Reykjavík frá 1977. Snjódýpt var einnig lítil, mest 9 cm.



 


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica